Vilja læra bogfimi til að líkjast bíóhetjum Svavar Hávarðsson skrifar 19. maí 2014 07:00 Áhugi hefur snaraukist á bogfimi á meðal yngri kynslóðarinnar. Fréttablaðið/Vilhelm Börn og unglingar hafa hópast á bogfiminámskeið í vetur undir miklum áhrifum af kvikmynda- og teiknimyndahetjum dagsins í dag. Áhugi fullorðinna á íþróttinni hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum með tilkomu bættrar aðstöðu til bogfimiiðkunar. Guðmundur Örn Guðjónsson, formaður Bogfimifélagsins Bogans, segir að barna- og unglingastarf félagsins standi í miklum blóma um þessar mundir, og greinilegt að kvikmyndir eins og Hunger Games og Hringadróttinssaga, auk teiknimyndarinnar Brave, hafi haft mikil áhrif þar á. „Þetta byggir þó ekki aðeins á þessum nýju hetjum kvikmyndanna. Hetjur með boga eru ekki nýjar af nálinni og má minna á Hróa hött og jafnvel hetjur Íslendingasagnanna. Þetta hefur alltaf verið til,“ segir Guðmundur og bætir við að mikil vakning sé á meðal ungra kvenna í Bandaríkjunum eftir að hinar vinsælu myndir Hunger Games komu út. Þrátt fyrir að áhugi á bogfimi hafi alltaf verið fyrir hendi hefur aðstaða til bogfimiiðkunar ekki verið til staðar í samræmi við áhugann. Nú er þetta gjörbreytt með tilkomu bættrar aðstöðu víða um land. Iðkendatölur Íþróttasambands Íslands eru einn vitnisburður aukins áhuga á síðustu árum. Árið 2012 voru skráðir iðkendur tíu. Núna losar iðkendaskráin 350 manns, en tekið skal fram að skilyrði til að skrá sig í bogfimifélag er að hafa lokið sérstöku byrjendanámskeiði sem kennir undirstöðu- og öryggisatriði er varða þessa gömlu íþrótt. Hjá Boganum, sem hefur aðstöðu í Bogfimisetrinu í Kópavogi, eru börn og unglingar sem stunduðu æfingar í vetur rúmlega sextíu, en það segir aðeins hálfa söguna. Miklum mun fleiri koma og kynna sér bogfimi í eitt eða fleiri skipti, og segir Guðmundur þann hóp nokkur þúsund manns á öllum aldri. Vakninguna má til dæmis sjá af því að bogfimi er nú stunduð í sex félögum á landinu að því er næst verður komist; í Reykjavík, Kópavogi, á Akureyri, Laugum, Sauðárkróki, Egilsstöðum og Eskifirði. Þá eru minni hópar ótaldir og hugmyndir að stofnun félaga annars staðar á landinu. Í vetur fór lið frá Íslandi í fyrsta skipti og keppti á heimsmeistaramóti; reyndar á móti erlendis yfir höfuð. „Fram undan er mót í Marokkó þar sem við ætlum að taka nokkra krakka með okkur til að leyfa þeim að spreyta sig,“ segir Guðmundur. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Börn og unglingar hafa hópast á bogfiminámskeið í vetur undir miklum áhrifum af kvikmynda- og teiknimyndahetjum dagsins í dag. Áhugi fullorðinna á íþróttinni hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum með tilkomu bættrar aðstöðu til bogfimiiðkunar. Guðmundur Örn Guðjónsson, formaður Bogfimifélagsins Bogans, segir að barna- og unglingastarf félagsins standi í miklum blóma um þessar mundir, og greinilegt að kvikmyndir eins og Hunger Games og Hringadróttinssaga, auk teiknimyndarinnar Brave, hafi haft mikil áhrif þar á. „Þetta byggir þó ekki aðeins á þessum nýju hetjum kvikmyndanna. Hetjur með boga eru ekki nýjar af nálinni og má minna á Hróa hött og jafnvel hetjur Íslendingasagnanna. Þetta hefur alltaf verið til,“ segir Guðmundur og bætir við að mikil vakning sé á meðal ungra kvenna í Bandaríkjunum eftir að hinar vinsælu myndir Hunger Games komu út. Þrátt fyrir að áhugi á bogfimi hafi alltaf verið fyrir hendi hefur aðstaða til bogfimiiðkunar ekki verið til staðar í samræmi við áhugann. Nú er þetta gjörbreytt með tilkomu bættrar aðstöðu víða um land. Iðkendatölur Íþróttasambands Íslands eru einn vitnisburður aukins áhuga á síðustu árum. Árið 2012 voru skráðir iðkendur tíu. Núna losar iðkendaskráin 350 manns, en tekið skal fram að skilyrði til að skrá sig í bogfimifélag er að hafa lokið sérstöku byrjendanámskeiði sem kennir undirstöðu- og öryggisatriði er varða þessa gömlu íþrótt. Hjá Boganum, sem hefur aðstöðu í Bogfimisetrinu í Kópavogi, eru börn og unglingar sem stunduðu æfingar í vetur rúmlega sextíu, en það segir aðeins hálfa söguna. Miklum mun fleiri koma og kynna sér bogfimi í eitt eða fleiri skipti, og segir Guðmundur þann hóp nokkur þúsund manns á öllum aldri. Vakninguna má til dæmis sjá af því að bogfimi er nú stunduð í sex félögum á landinu að því er næst verður komist; í Reykjavík, Kópavogi, á Akureyri, Laugum, Sauðárkróki, Egilsstöðum og Eskifirði. Þá eru minni hópar ótaldir og hugmyndir að stofnun félaga annars staðar á landinu. Í vetur fór lið frá Íslandi í fyrsta skipti og keppti á heimsmeistaramóti; reyndar á móti erlendis yfir höfuð. „Fram undan er mót í Marokkó þar sem við ætlum að taka nokkra krakka með okkur til að leyfa þeim að spreyta sig,“ segir Guðmundur.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira