Stöð 2 Sport sýnir báða leikina sem fram fara á gervigrasinu í Laugardal á fimmtudaginn í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í beinni útsendingu. Pepsi-mörkin fylgja svo í kjölfarið.
Heimaleikir Vals og Víkings voru færðir fyrr í dag og mæta Víkingar liði Fram í Dalnum klukkan 18.00 og klukkan 20.30 hefst leikur Vals og Keflavíkur.
Útsendingin fyrir leik Víkings og Fram hefst klukkan 17.45 og útsendingin fyrir leik Vals og Keflavíkur klukkan 20.00. Pepsi-mörkin hefjast svo klukkan 22.30 en þau eru nú í læstri dagskrá.
Leikur Breiðabliks og KR, sem upphaflega átti að vera í beinni útsendingu, verður því ekki sýndur beint en í staðinn verður boðið upp á veisluna í Dalnum.
Dagskráin á fimmtudaginn á Stöð 2 Sport:
17.45 Víkingur - Fram
20.00 Valur - Keflavík
22.30 Pepsimörkin
Veislan í Dalnum í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport
Tómas Þór Þórðarson skrifar
