Lífið

Talið að Peaches Geldof hafi látist af völdum heróíns

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Peaches Geldof fannst látin á heimili sínu þann 7. mars.
Peaches Geldof fannst látin á heimili sínu þann 7. mars. vísir/afp/getty
Talið er að fyrirsætan og sjónvarpskonan Peaches Geldof hafi látist af völdum ofskammts heróíns. Hún fannst látin á heimili sínu í Kent á Englandi þann 7. mars.

Niðurstöður eiturefnarannsóknar verða kunngjörðar á morgun og fullyrðir The Times að niðurstöðurnar sýni fram á andlát sökum ofneyslu fíkniefnisins.

Geldof var 25 ára og skilur eftir sig eiginmann og tvo syni, en hún er dóttir tónlistarmannsins Bobs Geldof. Móðir hennar, Paula Yates,  lést úr of stórum skammti heróíns árið 2000.


Tengdar fréttir

Peaches Geldof látin

Dóttir tónlistarmannsins Bob Geldof og Paula Yates látin, 25 ára að aldri.

Seinustu myndir Peaches

Seinasta myndin sem Peaches Geldof deildi á samfélagsmiðlunum Twitter var mynd af henni og móður hennar.

Öskunni dreift í Kent

Ösku Peaches Geldof verður dreift á sama stað og ösku móður hennar var dreift árið 2000.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×