„Við munum elska hana að eilífu“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 9. apríl 2014 11:30 Peaches giftist Thomas Cohen árið 2012. Á myndinni er sonur þeirra, Astala, og faðir hennar, Bob Geldof. Sjónvarpskonan og fyrirsætan Peaches Geldof fannst látin rétt eftir hádegi á heimili sínu í Wrotham í Kent á Englandi á mánudag, aðeins 25 ára að aldri. Peaches var dóttir tónlistarmannsins Bobs Geldof og fyrirsætunnar og sjónvarpskonunnar Paulu Yates en móðir hennar lést úr ofneyslu fíkniefna þegar Peaches var aðeins ellefu ára. Peaches skilur eftir sig eiginmann, söngvarann Thomas Cohen, og tvo unga syni, Astala Dylan Willow, 23ja mánaða og Phaedra Bloom Forever, sem verður eins árs þann 24. apríl. Engin fíkniefni eða sjálfsmorðsbréf undust á heimili hennar að sögn lögreglu og engir sýnilegir áverkar voru á líki hennar. Því telur lögreglan að andlát hennar hafi ekki borið að með grunsamlegum hætti. Peaches á tvær alsystur, Fifi og Pixie, 23 ára, og eina hálfsystur, Tiger Lily, sem Paula átti með INXS-rokkaranum Michael Hutchence heitnum.Hæfileikarík Peaches vann til dæmis sem fyrirsæta en hér er hún á tískuvikunni í París á þessu ári. Fréttablaðið/GettyBob og Paula skildu árið 1996 og í kjölfarið byrjaði Paula með Michael. Í viðtali við Elle fyrir tveimur árum sagði Peaches að skilnaðurinn hefði tekið mikið á sig. „Móðir mín breyttist úr því að vera undraverð kona sem skrifaði bækur um uppeldi og gaf okkur friðsæla barnæsku í Kent yfir í niðurbrotna konu sem þurfti að neyta lyfja til að komast í gegnum daginn. Ofan á það var faðir minn mjög þunglyndur vegna þess og andrúmsloftið var ómögulegt fyrir okkur börnin. Við vorum í viku í senn með móður okkar sem var algjör óreiða og síðan viku hjá föður okkar sem var í anda Dickens – heimavinna, kvöldmatur, svefn – því hann var á sinn hátt að reyna að vega upp á móti því sem gerðist heima hjá mömmu,“ sagði Peaches. Michael Hutchence hengdi sig í hótelherbergi í Sydney í Ástralíu árið 1997 og þremur árum seinna lést Paula úr of stórum lyfjaskammti.Paula og Michael ásamt Peaches og alsystrum hennar tveimur, Fifi og Pixie Geldof.Þegar Peaches var þrettán ára dundu enn ein ósköpin yfir þegar hún var greind með fjölblöðrueggjastokkaheilkenni og sögðu læknar að ólíklegt væri að hún gæti eignast börn. Á unglingsaldrinum var hún þekkt sem aðalpartípían í London og neytti mikils áfengis og vímuefna. Hún var handtekin fyrir búðarþjófnað og var aðeins nítján ára þegar hún giftist tónlistarmanninum Max Drummey í Las Vegas. Þau skildu hálfu ári síðar. Árið 2008 þurfti hún aðstoð sjúkraliða þegar hún tók of stóran skammt eiturlyfja og hætti að anda um tíma. Sama ár viðurkenndi hún fíkniefnaneyslu sína. „Þetta er eitthvað sem fólk fer í gegnum á lífsleiðinni, sérstaklega þegar það elst upp í London. Ég datt í það og fór í partí en ég var ekki það villt. Ég hefði getað verið það. Þetta hefði getað farið úr böndunum en ég hafði alltaf hugfast það sem kom fyrir móður mína.“ Þrátt fyrir þessi orð Peaches héldu margir að hún myndi feta í fótspor móður sinnar allt þar til hún giftist tónlistarmanninum Thomas Cohen í september árið 2012 í kirkju í Davington, þeirri sömu og foreldrar hennar létu gefa sig saman í 26 árum áður. Þá voru þau búin að eignast eitt barn og annað á leiðinni sem Peaches taldi vera mikla blessun. Hún var í viðtali við tímaritið Mother & Baby innan við mánuði áður en hún lést þar sem hún talaði mikið um fjölskyldulífið.Peaches ásamt sonum sínum tveimur í desember í fyrra.„Ég ætla ekki að bregðast sonum mínum, ekkert mun fá mig til þess. Þegar ég varð móðir var eins og ég væri ég, loksins.“ Thomas sendi frá sér yfirlýsingu stuttu eftir að tilkynnt var um andlát Peaches á mánudag. „Mín elskulega eiginkona Peaches var dáð af mér og sonum sínum tveimur, Astala og Phaedra, og ég el þá upp með móður sína í hjarta á hverjum degi. Við munum elska hana að eilífu.“Stjörnurnar minnast Peaches „Greyið elsku Peaches Geldof. Við töluðum saman fyrir aðeins mánuði síðan og hún leit út eins og engill. Þetta er virkilega dapurlegt. Greyið Bob! R.I.P.“- Boy George „Hugsanir mínar eru hjá fjölskyldu Peaches á þessum hræðilega tíma. Ég vona að þau geti syrgt í friði. Peaches, hvíl í friði fallega stúlka.“- Lily Allen „Peaches! Þú fallega vera. Hvíl þú hjá englunum. Hugsanir mínar og bænir fara til allra sem þekktu og elskuðu þig.“- Alyssa Milano „Sumt er ekki hægt að útskýra eða skilja þó maður haldi að maður sé með allt á hreinu. Tvö falleg börn. RIP Peaches.“- Ellie Goulding „Þú varst sindrandi, yndisleg manneskja sem sýndir mér svo mikla vinsemd. Hvíl í friði Peaches.“- Lorde „Mjög sorglegt að heyra um andlát Peaches Geldof, 25 ára að aldri. Þvílík synd. Ég sendi góðar hugsanir og ást til allrar fjölskyldu hennar.“- Jamie Oliver.„Ég og mamma“ Síðasta myndin sem Peaches deildi á Instagram-síðu sinni var gömul mynd af henni og móður hennar, Paulu Yates, og við hana skrifaði hún einfaldlega „ég og mamma“. Paula var sjónvarpskona líkt og dóttirin og lést úr of stórum heróínskammti árið 2000. Þá var Peaches aðeins ellefu ára. Paula var 41 árs þegar hún lést og fannst á heimili sínu í Notting Hill í London. Peaches talaði um dauða móður sinnar við tímaritið Elle fyrir ekki svo löngu og sagðist muna vel eftir þessum örlagaríka degi. „Ég man eftir deginum þegar móðir mín dó og það er enn erfitt að tala um hann. Ég lokaði bara á þennan atburð. Ég fór í skólann næsta dag því faðir minn brýndi fyrir mér að vera róleg og halda áfram. Þannig að við fórum öll í skólann og reyndum að láta eins og ekkert hefði gerst. En það gerðist. Ég syrgði ekki. Ég grét ekki við jarðarförina hennar. Ég gat ekki tjáð neinar tilfinningar því ég var of dofin. Ég byrjaði ekki að syrgja móður mína almennilega fyrr en ég var kannski sextán ára.“ Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Fleiri fréttir Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Sjá meira
Sjónvarpskonan og fyrirsætan Peaches Geldof fannst látin rétt eftir hádegi á heimili sínu í Wrotham í Kent á Englandi á mánudag, aðeins 25 ára að aldri. Peaches var dóttir tónlistarmannsins Bobs Geldof og fyrirsætunnar og sjónvarpskonunnar Paulu Yates en móðir hennar lést úr ofneyslu fíkniefna þegar Peaches var aðeins ellefu ára. Peaches skilur eftir sig eiginmann, söngvarann Thomas Cohen, og tvo unga syni, Astala Dylan Willow, 23ja mánaða og Phaedra Bloom Forever, sem verður eins árs þann 24. apríl. Engin fíkniefni eða sjálfsmorðsbréf undust á heimili hennar að sögn lögreglu og engir sýnilegir áverkar voru á líki hennar. Því telur lögreglan að andlát hennar hafi ekki borið að með grunsamlegum hætti. Peaches á tvær alsystur, Fifi og Pixie, 23 ára, og eina hálfsystur, Tiger Lily, sem Paula átti með INXS-rokkaranum Michael Hutchence heitnum.Hæfileikarík Peaches vann til dæmis sem fyrirsæta en hér er hún á tískuvikunni í París á þessu ári. Fréttablaðið/GettyBob og Paula skildu árið 1996 og í kjölfarið byrjaði Paula með Michael. Í viðtali við Elle fyrir tveimur árum sagði Peaches að skilnaðurinn hefði tekið mikið á sig. „Móðir mín breyttist úr því að vera undraverð kona sem skrifaði bækur um uppeldi og gaf okkur friðsæla barnæsku í Kent yfir í niðurbrotna konu sem þurfti að neyta lyfja til að komast í gegnum daginn. Ofan á það var faðir minn mjög þunglyndur vegna þess og andrúmsloftið var ómögulegt fyrir okkur börnin. Við vorum í viku í senn með móður okkar sem var algjör óreiða og síðan viku hjá föður okkar sem var í anda Dickens – heimavinna, kvöldmatur, svefn – því hann var á sinn hátt að reyna að vega upp á móti því sem gerðist heima hjá mömmu,“ sagði Peaches. Michael Hutchence hengdi sig í hótelherbergi í Sydney í Ástralíu árið 1997 og þremur árum seinna lést Paula úr of stórum lyfjaskammti.Paula og Michael ásamt Peaches og alsystrum hennar tveimur, Fifi og Pixie Geldof.Þegar Peaches var þrettán ára dundu enn ein ósköpin yfir þegar hún var greind með fjölblöðrueggjastokkaheilkenni og sögðu læknar að ólíklegt væri að hún gæti eignast börn. Á unglingsaldrinum var hún þekkt sem aðalpartípían í London og neytti mikils áfengis og vímuefna. Hún var handtekin fyrir búðarþjófnað og var aðeins nítján ára þegar hún giftist tónlistarmanninum Max Drummey í Las Vegas. Þau skildu hálfu ári síðar. Árið 2008 þurfti hún aðstoð sjúkraliða þegar hún tók of stóran skammt eiturlyfja og hætti að anda um tíma. Sama ár viðurkenndi hún fíkniefnaneyslu sína. „Þetta er eitthvað sem fólk fer í gegnum á lífsleiðinni, sérstaklega þegar það elst upp í London. Ég datt í það og fór í partí en ég var ekki það villt. Ég hefði getað verið það. Þetta hefði getað farið úr böndunum en ég hafði alltaf hugfast það sem kom fyrir móður mína.“ Þrátt fyrir þessi orð Peaches héldu margir að hún myndi feta í fótspor móður sinnar allt þar til hún giftist tónlistarmanninum Thomas Cohen í september árið 2012 í kirkju í Davington, þeirri sömu og foreldrar hennar létu gefa sig saman í 26 árum áður. Þá voru þau búin að eignast eitt barn og annað á leiðinni sem Peaches taldi vera mikla blessun. Hún var í viðtali við tímaritið Mother & Baby innan við mánuði áður en hún lést þar sem hún talaði mikið um fjölskyldulífið.Peaches ásamt sonum sínum tveimur í desember í fyrra.„Ég ætla ekki að bregðast sonum mínum, ekkert mun fá mig til þess. Þegar ég varð móðir var eins og ég væri ég, loksins.“ Thomas sendi frá sér yfirlýsingu stuttu eftir að tilkynnt var um andlát Peaches á mánudag. „Mín elskulega eiginkona Peaches var dáð af mér og sonum sínum tveimur, Astala og Phaedra, og ég el þá upp með móður sína í hjarta á hverjum degi. Við munum elska hana að eilífu.“Stjörnurnar minnast Peaches „Greyið elsku Peaches Geldof. Við töluðum saman fyrir aðeins mánuði síðan og hún leit út eins og engill. Þetta er virkilega dapurlegt. Greyið Bob! R.I.P.“- Boy George „Hugsanir mínar eru hjá fjölskyldu Peaches á þessum hræðilega tíma. Ég vona að þau geti syrgt í friði. Peaches, hvíl í friði fallega stúlka.“- Lily Allen „Peaches! Þú fallega vera. Hvíl þú hjá englunum. Hugsanir mínar og bænir fara til allra sem þekktu og elskuðu þig.“- Alyssa Milano „Sumt er ekki hægt að útskýra eða skilja þó maður haldi að maður sé með allt á hreinu. Tvö falleg börn. RIP Peaches.“- Ellie Goulding „Þú varst sindrandi, yndisleg manneskja sem sýndir mér svo mikla vinsemd. Hvíl í friði Peaches.“- Lorde „Mjög sorglegt að heyra um andlát Peaches Geldof, 25 ára að aldri. Þvílík synd. Ég sendi góðar hugsanir og ást til allrar fjölskyldu hennar.“- Jamie Oliver.„Ég og mamma“ Síðasta myndin sem Peaches deildi á Instagram-síðu sinni var gömul mynd af henni og móður hennar, Paulu Yates, og við hana skrifaði hún einfaldlega „ég og mamma“. Paula var sjónvarpskona líkt og dóttirin og lést úr of stórum heróínskammti árið 2000. Þá var Peaches aðeins ellefu ára. Paula var 41 árs þegar hún lést og fannst á heimili sínu í Notting Hill í London. Peaches talaði um dauða móður sinnar við tímaritið Elle fyrir ekki svo löngu og sagðist muna vel eftir þessum örlagaríka degi. „Ég man eftir deginum þegar móðir mín dó og það er enn erfitt að tala um hann. Ég lokaði bara á þennan atburð. Ég fór í skólann næsta dag því faðir minn brýndi fyrir mér að vera róleg og halda áfram. Þannig að við fórum öll í skólann og reyndum að láta eins og ekkert hefði gerst. En það gerðist. Ég syrgði ekki. Ég grét ekki við jarðarförina hennar. Ég gat ekki tjáð neinar tilfinningar því ég var of dofin. Ég byrjaði ekki að syrgja móður mína almennilega fyrr en ég var kannski sextán ára.“
Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Fleiri fréttir Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Sjá meira