Skiptar skoðanir á veiðigjöldum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. apríl 2014 16:52 vísir/gva/anton Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, undrast að lækkun veiðigjalda sé í forgangi hjá ríkisstjórninni. Hún telur að grípa þurfi til aðgerða útaf væntanlegum tekjumissi til að ná markmiðum um hallalaus fjárlög. „Mig langar að rifja upp fjárlagaumræðu sem var hér fyrir ekki svo mörgum mánuðum þar sem hækkaðar voru álögur á námsmenn til þess að ná markmiðum um hallalaus fjárlög. “ Hún nefnir hækkun komugjalda sem námu um 90 milljónum króna, álögur á námsmenn upp á 180 milljónir og 40 milljón króna niðurskurð á þróunaraðstoð. Hún minnist á orð Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningamálaráðherra, þar sem hann sagði að ekki þurfi að bregðast við fyrirsjáanlegu tekjutapi ríkissjóðs vegna lægri veiðigjalda. „Telur hæstvirtur ráðherra það virkilega ekki eftirsóknarvert markmið að auka hér jöfnuð, og er ekki kominn tími til að ríkisstjórnin beiti aðgerðum sínum í þá veru í stað þess að auka hér misskiptingu?“ sagði Katrín í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag og beindi orðum sínum til fjármála- og efnahagsráðherra.Bjarni Benediktsson segir nauðsynlegt að lækka veiðigjöldin, afkoma í greininni sé að versna og verð á erlendum markaði annað. Hann segir að með því að taka fjárfestingu frá útgerðinni sé í raun verið að fara þrjátíu ár aftur í tímann. „Við endum aftur með ríkisstyrktan búskap í sjávarútvegi á Íslandi og lengi var áður og frá þessu þarf að hverfa.“„Umræðan prinsipplaus“ Frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingu á veiðigjöld var kynnt í síðustu viku. Veiðigjöldin koma til með að skila átta milljörðum í ríkissjóð. Þrjú af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins sýndu hagnað upp á 25 milljarða króna árið 2012, sem var metár í sjávarútvegi, en skiptar skoðanir eru á því hvort fyrirhuguð veiðigjöld séu of há eða lág. „Vandinn við vinstri flokkana þegar kemur að umræðu um veiðigjöld er að þeir líta á afkomu útgerðarinnar sem einhverja skúffu, einhvern pott sem hægt er að ganga í og skammta sér af,“ sagði Bjarni og segir umræðu af hálfu vinstri flokka prinsipplausa.Umfangsmikið verkefni framundan Áætlað er að veiðigjöld nemi 9,5 milljörðum króna á næsta fiskveiðiári, án tillits til frádráttarliða, og að gefnum forsendum um að heildaraflamagn verði um fimm hundruð og fimmtán þúsund þorskígildi. „Á þetta að vera þannig að menn ætla bara að skammta sér einhverri hlutdeild af hverju úthlutuðu þorskígildistonni alveg óháð því hvað er að koma út úr rekstri útgerðarinnar? Og segja: „þetta eigum við útaf því að við ætlum að nota það í hin ýmsu samfélagslegu verkefni.“ Umfangsmikið verkefni bíður þingmanna, fáir dagar eftir og málið sjálft umfangsmikið. Líkur eru á að kallað verði til sumarþings takist ekki að afgreiða frumvarpið á þeim dögum sem eftir eru. Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Innbrot og slagsmál í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, undrast að lækkun veiðigjalda sé í forgangi hjá ríkisstjórninni. Hún telur að grípa þurfi til aðgerða útaf væntanlegum tekjumissi til að ná markmiðum um hallalaus fjárlög. „Mig langar að rifja upp fjárlagaumræðu sem var hér fyrir ekki svo mörgum mánuðum þar sem hækkaðar voru álögur á námsmenn til þess að ná markmiðum um hallalaus fjárlög. “ Hún nefnir hækkun komugjalda sem námu um 90 milljónum króna, álögur á námsmenn upp á 180 milljónir og 40 milljón króna niðurskurð á þróunaraðstoð. Hún minnist á orð Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningamálaráðherra, þar sem hann sagði að ekki þurfi að bregðast við fyrirsjáanlegu tekjutapi ríkissjóðs vegna lægri veiðigjalda. „Telur hæstvirtur ráðherra það virkilega ekki eftirsóknarvert markmið að auka hér jöfnuð, og er ekki kominn tími til að ríkisstjórnin beiti aðgerðum sínum í þá veru í stað þess að auka hér misskiptingu?“ sagði Katrín í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag og beindi orðum sínum til fjármála- og efnahagsráðherra.Bjarni Benediktsson segir nauðsynlegt að lækka veiðigjöldin, afkoma í greininni sé að versna og verð á erlendum markaði annað. Hann segir að með því að taka fjárfestingu frá útgerðinni sé í raun verið að fara þrjátíu ár aftur í tímann. „Við endum aftur með ríkisstyrktan búskap í sjávarútvegi á Íslandi og lengi var áður og frá þessu þarf að hverfa.“„Umræðan prinsipplaus“ Frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingu á veiðigjöld var kynnt í síðustu viku. Veiðigjöldin koma til með að skila átta milljörðum í ríkissjóð. Þrjú af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins sýndu hagnað upp á 25 milljarða króna árið 2012, sem var metár í sjávarútvegi, en skiptar skoðanir eru á því hvort fyrirhuguð veiðigjöld séu of há eða lág. „Vandinn við vinstri flokkana þegar kemur að umræðu um veiðigjöld er að þeir líta á afkomu útgerðarinnar sem einhverja skúffu, einhvern pott sem hægt er að ganga í og skammta sér af,“ sagði Bjarni og segir umræðu af hálfu vinstri flokka prinsipplausa.Umfangsmikið verkefni framundan Áætlað er að veiðigjöld nemi 9,5 milljörðum króna á næsta fiskveiðiári, án tillits til frádráttarliða, og að gefnum forsendum um að heildaraflamagn verði um fimm hundruð og fimmtán þúsund þorskígildi. „Á þetta að vera þannig að menn ætla bara að skammta sér einhverri hlutdeild af hverju úthlutuðu þorskígildistonni alveg óháð því hvað er að koma út úr rekstri útgerðarinnar? Og segja: „þetta eigum við útaf því að við ætlum að nota það í hin ýmsu samfélagslegu verkefni.“ Umfangsmikið verkefni bíður þingmanna, fáir dagar eftir og málið sjálft umfangsmikið. Líkur eru á að kallað verði til sumarþings takist ekki að afgreiða frumvarpið á þeim dögum sem eftir eru.
Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Innbrot og slagsmál í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Sjá meira