Lífið

Lífleg heilsuhátíð í Hafnarfirðinum

Marín Manda skrifar
Barbara Kristín, Lára Janusdóttir og Rósa Guðbjartsdóttir.
Barbara Kristín, Lára Janusdóttir og Rósa Guðbjartsdóttir.
Fjöldi fólks kom saman í blíðskaparveðri á Norðurbakkanum í Hafnarfirði um helgina þegar heilsustefnu sjálfstæðismanna var ýtt úr vör. Fólk tók þátt í útileikfimi, plankakeppni og fleiru sem í boði var á heilsuhátíðinni.

„Þetta var frábærlega vel lukkað en við blésum til þessar heilsuhátíðar því Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði  er að brydda upp á þeirri nýjung að setja heilsumálin í forgrunn í stefnuskrá hjá okkur.  Við viljum að bærinn verði sannkallaður heilsubær.  

Á heilsuhátíðinni vorum við að kynna okkar stefnuáætlun og  markmið til að ná frá heilstæðu átaki og heilsuvitundarvakningu með samstilltu átaki íbúa, félaga, fyrirtækja og stofnanna. Það hitti svo sannarlega í mark því hingað mættu mikill fjöldi til leiks, " segir Rósa Guðbjartsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.

„Ég fullyrði að við séum fyrsta stjórnmálaaflið hérlendis sem leggur þennan málaflokk fram með slíkum afgerandi hætti í stefnuskrá fyrir kosningar," segir Rósa glöð í bragði.  

Hressandi og styrkjandi útileikfimi í sólinni á Norðurbakkanum í Hafnarfirði.
Ebba Særún Brynjarsdóttir, Unnur Lára Bryde og Eygló Ingólfsdóttir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.