Tugum milljóna eytt í gagnslaust lyf? Hrund Þórsdóttir skrifar 11. apríl 2014 20:00 Margir kannast við flensulyfið Tamiflu og ítrekað hafa verið sagðar fréttir af vandræðum í heilbrigðiskerfinu vegna skorts á lyfinu. Ný rannsókn bendir hins vegar til þess að að Tamiflu hindri á engan hátt útbreiðslu flensu og geri lítið til að draga úr flensueinkennum. Lyfið virki í raun ekkert betur en venjulegar paracetamol verkjatöflur.Haraldur Briem sóttvarnalæknir segir samanburðinn einkennilegan þar sem Tamiflu sé ekki verkjalyf. „Það dregur úr verkjum og hita vegna þess að það slær niður veiruna sjálfa,“ bendir hann á. Í kjölfar heimsfaraldurs inflúensu kom Landlæknisembættið sér upp birgðum af Tamiflu fyrir um þriðjung þjóðarinnar og Haraldur er sannfærður um virkni lyfsins. „Tamiflu gagnast fyrst og fremst þeim sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og ef við erum með svæsinn inflúensufaraldur, jafnvel heimsfaraldur, þá skiptir verulega miklu máli að geta notað þetta rétt,“ segir Haraldur. Rannsakendur ytra eru hins vegar jafnvissir í sinni sök. Rannsóknin var gerð á vegum bresku rannsóknastofnunarinnar The Chochrane Collaboration en í samtali við fréttastofu í dag sagði Rannveig Gunnarsdóttir,forstjóri Lyfjastofnunar, að rannsóknin myndi engin áhrif hafa hér á landi þar sem Lyfjastofnun Evrópu hefði komist að þeirri niðurstöðu að Tamiflu gæti dregið úr flensueinkennum. Hversu mikið hefur ríkið greitt fyrir birgðir af Tamiflu? „Þessar birgðir eru komnar til ára sinna en endast vel og ef ég man rétt varði hið opinbera mörgum tugum milljóna til kaupa á þessum lyfjum,“ segir Haraldur. Heldurðu að því fjármagni hafi verið vel varið? „Já, þetta er öryggisatriði og þetta var mjög skynsamlega gert að mínu mati,“ segir hann. „Sumir vildu kaupa ennþá meira en þetta er sá skammtur sem við töldum að myndi duga ef til faraldurs kæmi.“ Verður Tamiflu notað áfram hér á landi? „Já,“ segir Haraldur að lokum. Tengdar fréttir Fullyrða að Tamiflu sé nær gagnlaust gegn flensu Í nýrri skýrslu er því haldið fram að milljörðum króna hafi verið eytt til einskis um allan heim þegar flensulyfið Tamiflu var keypt í stórum stíl af þjóðum heims til þess að koma í veg fyrir flensufaraldur. 10. apríl 2014 08:45 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Sjá meira
Margir kannast við flensulyfið Tamiflu og ítrekað hafa verið sagðar fréttir af vandræðum í heilbrigðiskerfinu vegna skorts á lyfinu. Ný rannsókn bendir hins vegar til þess að að Tamiflu hindri á engan hátt útbreiðslu flensu og geri lítið til að draga úr flensueinkennum. Lyfið virki í raun ekkert betur en venjulegar paracetamol verkjatöflur.Haraldur Briem sóttvarnalæknir segir samanburðinn einkennilegan þar sem Tamiflu sé ekki verkjalyf. „Það dregur úr verkjum og hita vegna þess að það slær niður veiruna sjálfa,“ bendir hann á. Í kjölfar heimsfaraldurs inflúensu kom Landlæknisembættið sér upp birgðum af Tamiflu fyrir um þriðjung þjóðarinnar og Haraldur er sannfærður um virkni lyfsins. „Tamiflu gagnast fyrst og fremst þeim sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og ef við erum með svæsinn inflúensufaraldur, jafnvel heimsfaraldur, þá skiptir verulega miklu máli að geta notað þetta rétt,“ segir Haraldur. Rannsakendur ytra eru hins vegar jafnvissir í sinni sök. Rannsóknin var gerð á vegum bresku rannsóknastofnunarinnar The Chochrane Collaboration en í samtali við fréttastofu í dag sagði Rannveig Gunnarsdóttir,forstjóri Lyfjastofnunar, að rannsóknin myndi engin áhrif hafa hér á landi þar sem Lyfjastofnun Evrópu hefði komist að þeirri niðurstöðu að Tamiflu gæti dregið úr flensueinkennum. Hversu mikið hefur ríkið greitt fyrir birgðir af Tamiflu? „Þessar birgðir eru komnar til ára sinna en endast vel og ef ég man rétt varði hið opinbera mörgum tugum milljóna til kaupa á þessum lyfjum,“ segir Haraldur. Heldurðu að því fjármagni hafi verið vel varið? „Já, þetta er öryggisatriði og þetta var mjög skynsamlega gert að mínu mati,“ segir hann. „Sumir vildu kaupa ennþá meira en þetta er sá skammtur sem við töldum að myndi duga ef til faraldurs kæmi.“ Verður Tamiflu notað áfram hér á landi? „Já,“ segir Haraldur að lokum.
Tengdar fréttir Fullyrða að Tamiflu sé nær gagnlaust gegn flensu Í nýrri skýrslu er því haldið fram að milljörðum króna hafi verið eytt til einskis um allan heim þegar flensulyfið Tamiflu var keypt í stórum stíl af þjóðum heims til þess að koma í veg fyrir flensufaraldur. 10. apríl 2014 08:45 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Sjá meira
Fullyrða að Tamiflu sé nær gagnlaust gegn flensu Í nýrri skýrslu er því haldið fram að milljörðum króna hafi verið eytt til einskis um allan heim þegar flensulyfið Tamiflu var keypt í stórum stíl af þjóðum heims til þess að koma í veg fyrir flensufaraldur. 10. apríl 2014 08:45