Innlent

Elliði telur lög á Herjólf ekki aprílgabb

Jakob Bjarnar skrifar
Elliði Vignisson er til í að leggja sex bjóra undir með að lög á verkfall undirmanna á Herjólfi eru ekki aprílgabb.
Elliði Vignisson er til í að leggja sex bjóra undir með að lög á verkfall undirmanna á Herjólfi eru ekki aprílgabb.
Fréttastofa Vísis og Bylgjunnar greindi frá því nú fyrir stundu að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra muni setja lög sem ganga út á tímabundið bann við verkfallsaðgerðum undirmanna á Herjólfi. Einn þeirra sem hefur verið afar ósáttur við stöðu mála er bæjarstjóri Vestmannaeyja, Elliði Vignisson, og hann er ánægður með að þróun mála: „Samgöngur eru ekki munaðarvara. Þegar ljóst er að viðræður deiluaðila eru strand þarf ríkið að bregðast við, og það gera þau nú,“ segir hann á Facebooksíðu sinni.

Vinur hans, Ágúst Halldórsson, bendir honum á að fagna ekki of snemma: „Dööö... veistu ekki hvaða dagur er í dag? Þetta er pottþétt 1. apríl gabb.“

Elliði lætur sér hvergi bregða, lætur þetta ekki skyggja á gleði sína og er viss í sinni sök: „Ég skal veðja sixpack að þetta er ekki aprílgabb, Gúsi.“

Með þessum skilaboðum fylgja broskallar; Eyjamenn eru með öðrum orðum ánægðir með innanríkisráðherra í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×