Innlent

Ísland flytur ríflega tvöfalt meira út í dollara en evru

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Frosti Sigurjónsson.
Frosti Sigurjónsson. vísir/pjetur
Ísland flytur ríflega tvöfalt meira út í dollara en evru. Þetta segir Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í viðtali í þættinum Reykjavík síðdegis í gærkvöld, en hann vakti athygli á málinu á vefsíðu sinni.

Frosti grennslaðist fyrir um málið í samvinnu við Hagstofu Íslands og í ljós kom að um 56% af útflutningi Íslands er í bandarískum dollurum og aðeins 27% í evrum.

Hann segir það töluvert útbreiddan misskilning að meiri hluti inn- og útflutnings Íslands sé í evru og sé hann líklega byggður á því að miklum útflutningi er umskipað í Hollandi.

„Það virðist vera eins og þær vörur sem skipað er út til Hollands í dollurum séu taldar í evrum, því Holland er evruland. Það breytir því hins vegar ekki að útflutningur er í dollurum og Holland er ekki endanlegur áfangastaður nema að litlu leiti,“ segir Frosti.

mynd/frostis.is
Þá segir hann að á vefsíðu Seðlabankans komi fram að 65% af útflutningi sé í evrum. Það sé svokölluð þröng vöruskiptavog sem byggist á vöruviðskiptum og hafi það því náð að villa um fyrir mörgum.

„Það kemur á óvart hér að einhverjir hafa flutt inn vörur eða þjónustu fyrir 35 mia og borgað með krónum. Er ekki líklegt að sá sem fékk krónurnar hafi farið með þær aftur til Íslands fjárfestingaleiðina á 20% afslætti? Hvað sem því líður, þá finnst mér löngu tímabært að loka fyrir þá mismunun að sumir geti fengið krónur á lægra verði en aðrir,“ segir Frosti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×