Innlent

Deilt um fyrirkomulag dansleikja eldri borgara

Jakob Bjarnar skrifar
Haukur segir Sigurð rugla saman Klassík og eins manns hljómsveit og búa til sögur um tónlistarlegan ágreining milli hljómsveita.
Haukur segir Sigurð rugla saman Klassík og eins manns hljómsveit og búa til sögur um tónlistarlegan ágreining milli hljómsveita.
Haukur Ingibergsson tónlistarmaður segir rangfærslur einkenna orð Sigurðs Einarssonar fyrrverandi framkvæmdastjóra Félags eldri borgara (FEB) um dansleikjahald félagsins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hann sendi fréttastofu nú rétt í þessu.

Vísir birti frétt nú í morgun þar sem Sigurður Einarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri FEB, greinir meðal annars frá samningum við fyrirtæki Hauks sem annast hefur dansleikjahald félagsins nú um árabil. Haukur svaraði spurningum Vísis í því sambandi en eftir að hafa séð það sem haft er eftir Sigurði telur hann fulla ástæðu til að gera athugasemdir.

Vanþekking eða vísvitandi rangfærslur?

„Maður veltir því fyrir sér hvort Sigurður hafi sáralítið vitað um eða fylgst með starfsemi félagsins eða hvort um vísvitandi rangfærslur sé að ræða,“ segir Haukur um ummæli Sigurðar. Og hann nefnir nokkur dæmi: „Sigurður veit t.d. ekki fjárhæð aðgangseyris á dansleiki, hann ruglar saman tveggja manna hljómsveitinni Klassík og manni sem spilaði einn á hljómborð á móti Klassík í tvo vetur, tjáir sig fjarri sannleikanum um greiðslur fyrirtækis míns til verktaka og býr til sögu um tónlistarlegan ágreining á milli hljómsveita. Eins virðist framkvæmdastjórinn fyrrverandi telja að einn maður sinni þjónustu fyrirtækis míns á hverju skemmtikvöldi þótt maður mundi ætla að hann vissi að fyrirtækið leggur til þrjá starfsmenn. Fyrir það greiðir FEB 78.564 kr. á kvöldi auk virðisaukaskatts. Og hefur framkvæmdastjórinn fyrrverandi aldrei nefnt einu orði um að breyta því fyrirkomulagi."


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×