Hundrað þúsund kall í hverri viku fyrir dansiböll hjá eldri borgurum Jakob Bjarnar skrifar 2. apríl 2014 10:58 Haukur leikur vikulega fyrir dansi hjá eldri borgurum og er þá mikið fjör. visir/valli Sigurður Einarsson var nýverið sagt upp störfum sem framkvæmdastjóri Félags eldri borgara (FEB). Hann segist ekki hafa hugmynd um ástæður uppsagnarinnar en telur að það gæti hugsanlega, meðal annars, tengst því að hann gerði athugasemd við reikninga frá Hauki Ingibergssyni, tónlistarmanni með meiru. Haukur leikur vikulega á dansleikjum eldri borgara sem haldnir eru á sunnudagskvöldum í félagsheimili FEB í Stangarhyl frá klukkan átta til ellefu. Kona Hauks, Birna Bjarnadóttir, er gjaldkeri félagsins.Ekki verið að svíkja undan skatti DV fjallaði um málið og þar kemur fram, í máli Bryndísar Hagan Torfadóttur, stjórnarmanns að Sigurður hafi haft samning við Hauk í tíu ár. Ekkert óeðlilegt sé við mánaðarlegar verktakagreiðslur til Hauks upp á 400 þúsund krónur. „Þetta fer ekki út af félaginu vegna þess að dansfélagið rekur sig þannig að það er greitt við innganginn og það á að dekka laun þess sem þrífur og fyrir þann sem spilar,“ segir Bryndís í samtali við DV. Sigurður segir þetta tóma vitleysu. „Hún er yfirlýsingaglöð og er að gefa í skyn að félagið sé að svíkja undan skatti. Málið er að það er selt inn á þessi böll, félagið innheimtir þann pening enda sér það um þessa dansleiki. Þessir peningar fara allir í gegnum félagið og eru í ársskýrslu.“ Sigurður segir að aðgangseyrir sé, að sig minni, 1.200 krónur fyrir félagsmenn og 1.500 krónur fyrir utanfélagsmenn. Böllin hafa verið ágætlega sótt en reyndar hafi aðsókn dalað undanfarið. Sextíu til áttatíu manns sæki böllin en þetta gat farið vel yfir hundrað manns á árum áður. Þá voru tvær hljómsveitir sem skiptust á að leika fyrir dansi.Tveir eða einn með skemmtara Fyrir um þremur árum urðu svo einhver átök hljómsveitanna á milli og tónlistarlegur ágreiningur. „Ég veit ekki hvað bjó að baki því. Það voru eitthvað skiptar skoðanir um tónlistina en hvort Haukur komst þetta á frekjunni eða hvað þá sat hljómsveit hans Klassík ein að þessu, eða hljómsveit, þetta hefur verið meira og minna hann einn á skemmtara. Stundum voru þeir tveir,“ segir Sigurður. Sigurður segir raunina þá að Haukur leggi fram reikninga vikulega í nafni fyrirtækis síns sem heiti Ráðgjafaþjónustan ehf. Þessir reikningar nemi 97 þúsund krónum eða samtals um 400 þúsund á mánuði. Þannig hafi þetta gengið árum saman nema í september síðastliðnum kom babb í bátinn.Hlunnfarinn söngvariEggert Smári Eggertsson greinir frá því á Facebook að hann hafi frá árinu 2005 spilað með Hauki Ingibergssyni fyrir Félag eldriborgara í Reykjavík. „Í enda september síðastliðnum komst ég að því að verulega athugavert var við þá reikninga sem Haukur Ingibergsson sendi gjaldkera,“ segir Eggert Smári og bætir því við að þeir reikningar hafi sem sagt verið sendir eiginkonu Hauks, Birnu. „Þeir reikningar voru í engu samræmi við laun fyrir mína vinnu og sama tíma og munaði þar mjög miklu. Þegar ég komst að þessu sá ég að Haukur Ingibergsson var að misnota stöðu sína á mjög ófyrirleitin hátt og sleit ég öllu samstarfi og samskiptum við Hauk samdægurs,“ segir Eggert Smári. Hann fagnar því að þetta mál sé komið upp á yfirborðið og segir ófyrirgefanlegt að reynt sé að hlunnfara eldri borgara þessa lands í skjóli einhvers konar stjórnarofbeldis. Eggert Smári segir allt rétt sem Sigurður segi um málið, og Sigurður segir svo einnig vera um það sem Eggert Smári hefur um málið að segja.Sigurður Einarsson telur hugsanlegt að athugasemdir sem hann gerði við reikninga Hauks tengist uppsögn hans.Þá var eftir einn en reikningurinn sá sami Sigurður man vel eftir atvikinu í september síðastliðnum þegar Eggert Smári kom á skrifstofuna og vildi fá upplýsingar um hversu háir reikningarnir voru sem Haukur var að senda inn. „Hann vildi fá að vita hvað væri greitt fyrir böllin og þegar hann komst að því varð hann alveg æfur. Ég held að Haukur hafi verið að greiða honum 20 þúsund krónur fyrir kvöldið. Þetta endaði með því að Smári dró sig út úr hljómsveitinni en það breytti engu um reikningana frá Hauki. Þeir voru áfram 97 þúsund krónur þó hann væri bara einn eftir,“ segir Sigurður sem segir Smára hafa verið vinsælan söngvara í hópnum. Það var í kjölfar þessa sem Sigurður gerði athugasemd við upphæðina við Hauk og honum líkaði illa að ekkert tillit var tekið til þess. Sigurður segir það vel í lagt að greiða 97 þúsund krónur fyrir einn mann á því sem er „fast gigg. Ég tók eftir því að Svavar Knútur tónlistarmaður hefur nefnt það í athugasemdakerfi DV. Og Heiðar Ástvaldsson danskennari, hann þekkir vel til á nokkrum stöðum þar sem dansleikir fyrir eldri borgara eru haldnir og greiðslur fyrir svona föst „gigg“ eru um 50 þúsund krónur.“430 þúsund króna hagnaður af dansleikjahaldinu „Það er af og frá að þetta hafi nokkra tengingu,“ segir Haukur Ingibergsson í samtali við Vísi spurður hvort Sigurður hafi gert athugasemdir við reikninga frá honum og að það tengist þá uppsögn framkvæmdastjórans. „Ég er búinn að spila þarna á dansleikjum frá 2005 samkvæmt samningi. Framkvæmdastjóri hefur alltaf verið minn tengiliður vegna þessarar þjónustu og aldrei gert athugasemdir við eitt né neitt í því sambandi. Þetta er algjörlega úr lausu lofti gripið.“ Varðandi frásögn Eggerts Smára segir Haukur það einfaldlega svo að fyrirtæki í hans eigu innir þessa þjónustu af hendi og er samningsaðili við félagið; sér um tónlist vegna dansleikjahalds Félags eldri borgara og aðra þjónustu því tengt. „Fyrirtæki mitt ræður síðan fólk til að sinna þeirri þjónustu og greiðir þeim sem því sinna verktakagreiðslur. Það er ekkert flóknara,“ segir Haukur. Hann ítrekar að framkvæmdastjóri hafi verið sinn tengiliður og skrifað uppá alla reikninga. „Enda hefur þetta verið í föstu formi í áratug. Verðlag minnar þjónustu er ekki meira en svo að á síðasta ári þá er hagnaður félagsins, í ársreikningi 2013, af þessum dansleikjum, 430 þúsund krónur. Það er réttu megin við strikið.“ Klassík er tveggja manna hljómsveit og á þessum tíu árum hafa tveir einstaklingar auk Hauks, komið þar við sögu. Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Sigurður Einarsson var nýverið sagt upp störfum sem framkvæmdastjóri Félags eldri borgara (FEB). Hann segist ekki hafa hugmynd um ástæður uppsagnarinnar en telur að það gæti hugsanlega, meðal annars, tengst því að hann gerði athugasemd við reikninga frá Hauki Ingibergssyni, tónlistarmanni með meiru. Haukur leikur vikulega á dansleikjum eldri borgara sem haldnir eru á sunnudagskvöldum í félagsheimili FEB í Stangarhyl frá klukkan átta til ellefu. Kona Hauks, Birna Bjarnadóttir, er gjaldkeri félagsins.Ekki verið að svíkja undan skatti DV fjallaði um málið og þar kemur fram, í máli Bryndísar Hagan Torfadóttur, stjórnarmanns að Sigurður hafi haft samning við Hauk í tíu ár. Ekkert óeðlilegt sé við mánaðarlegar verktakagreiðslur til Hauks upp á 400 þúsund krónur. „Þetta fer ekki út af félaginu vegna þess að dansfélagið rekur sig þannig að það er greitt við innganginn og það á að dekka laun þess sem þrífur og fyrir þann sem spilar,“ segir Bryndís í samtali við DV. Sigurður segir þetta tóma vitleysu. „Hún er yfirlýsingaglöð og er að gefa í skyn að félagið sé að svíkja undan skatti. Málið er að það er selt inn á þessi böll, félagið innheimtir þann pening enda sér það um þessa dansleiki. Þessir peningar fara allir í gegnum félagið og eru í ársskýrslu.“ Sigurður segir að aðgangseyrir sé, að sig minni, 1.200 krónur fyrir félagsmenn og 1.500 krónur fyrir utanfélagsmenn. Böllin hafa verið ágætlega sótt en reyndar hafi aðsókn dalað undanfarið. Sextíu til áttatíu manns sæki böllin en þetta gat farið vel yfir hundrað manns á árum áður. Þá voru tvær hljómsveitir sem skiptust á að leika fyrir dansi.Tveir eða einn með skemmtara Fyrir um þremur árum urðu svo einhver átök hljómsveitanna á milli og tónlistarlegur ágreiningur. „Ég veit ekki hvað bjó að baki því. Það voru eitthvað skiptar skoðanir um tónlistina en hvort Haukur komst þetta á frekjunni eða hvað þá sat hljómsveit hans Klassík ein að þessu, eða hljómsveit, þetta hefur verið meira og minna hann einn á skemmtara. Stundum voru þeir tveir,“ segir Sigurður. Sigurður segir raunina þá að Haukur leggi fram reikninga vikulega í nafni fyrirtækis síns sem heiti Ráðgjafaþjónustan ehf. Þessir reikningar nemi 97 þúsund krónum eða samtals um 400 þúsund á mánuði. Þannig hafi þetta gengið árum saman nema í september síðastliðnum kom babb í bátinn.Hlunnfarinn söngvariEggert Smári Eggertsson greinir frá því á Facebook að hann hafi frá árinu 2005 spilað með Hauki Ingibergssyni fyrir Félag eldriborgara í Reykjavík. „Í enda september síðastliðnum komst ég að því að verulega athugavert var við þá reikninga sem Haukur Ingibergsson sendi gjaldkera,“ segir Eggert Smári og bætir því við að þeir reikningar hafi sem sagt verið sendir eiginkonu Hauks, Birnu. „Þeir reikningar voru í engu samræmi við laun fyrir mína vinnu og sama tíma og munaði þar mjög miklu. Þegar ég komst að þessu sá ég að Haukur Ingibergsson var að misnota stöðu sína á mjög ófyrirleitin hátt og sleit ég öllu samstarfi og samskiptum við Hauk samdægurs,“ segir Eggert Smári. Hann fagnar því að þetta mál sé komið upp á yfirborðið og segir ófyrirgefanlegt að reynt sé að hlunnfara eldri borgara þessa lands í skjóli einhvers konar stjórnarofbeldis. Eggert Smári segir allt rétt sem Sigurður segi um málið, og Sigurður segir svo einnig vera um það sem Eggert Smári hefur um málið að segja.Sigurður Einarsson telur hugsanlegt að athugasemdir sem hann gerði við reikninga Hauks tengist uppsögn hans.Þá var eftir einn en reikningurinn sá sami Sigurður man vel eftir atvikinu í september síðastliðnum þegar Eggert Smári kom á skrifstofuna og vildi fá upplýsingar um hversu háir reikningarnir voru sem Haukur var að senda inn. „Hann vildi fá að vita hvað væri greitt fyrir böllin og þegar hann komst að því varð hann alveg æfur. Ég held að Haukur hafi verið að greiða honum 20 þúsund krónur fyrir kvöldið. Þetta endaði með því að Smári dró sig út úr hljómsveitinni en það breytti engu um reikningana frá Hauki. Þeir voru áfram 97 þúsund krónur þó hann væri bara einn eftir,“ segir Sigurður sem segir Smára hafa verið vinsælan söngvara í hópnum. Það var í kjölfar þessa sem Sigurður gerði athugasemd við upphæðina við Hauk og honum líkaði illa að ekkert tillit var tekið til þess. Sigurður segir það vel í lagt að greiða 97 þúsund krónur fyrir einn mann á því sem er „fast gigg. Ég tók eftir því að Svavar Knútur tónlistarmaður hefur nefnt það í athugasemdakerfi DV. Og Heiðar Ástvaldsson danskennari, hann þekkir vel til á nokkrum stöðum þar sem dansleikir fyrir eldri borgara eru haldnir og greiðslur fyrir svona föst „gigg“ eru um 50 þúsund krónur.“430 þúsund króna hagnaður af dansleikjahaldinu „Það er af og frá að þetta hafi nokkra tengingu,“ segir Haukur Ingibergsson í samtali við Vísi spurður hvort Sigurður hafi gert athugasemdir við reikninga frá honum og að það tengist þá uppsögn framkvæmdastjórans. „Ég er búinn að spila þarna á dansleikjum frá 2005 samkvæmt samningi. Framkvæmdastjóri hefur alltaf verið minn tengiliður vegna þessarar þjónustu og aldrei gert athugasemdir við eitt né neitt í því sambandi. Þetta er algjörlega úr lausu lofti gripið.“ Varðandi frásögn Eggerts Smára segir Haukur það einfaldlega svo að fyrirtæki í hans eigu innir þessa þjónustu af hendi og er samningsaðili við félagið; sér um tónlist vegna dansleikjahalds Félags eldri borgara og aðra þjónustu því tengt. „Fyrirtæki mitt ræður síðan fólk til að sinna þeirri þjónustu og greiðir þeim sem því sinna verktakagreiðslur. Það er ekkert flóknara,“ segir Haukur. Hann ítrekar að framkvæmdastjóri hafi verið sinn tengiliður og skrifað uppá alla reikninga. „Enda hefur þetta verið í föstu formi í áratug. Verðlag minnar þjónustu er ekki meira en svo að á síðasta ári þá er hagnaður félagsins, í ársreikningi 2013, af þessum dansleikjum, 430 þúsund krónur. Það er réttu megin við strikið.“ Klassík er tveggja manna hljómsveit og á þessum tíu árum hafa tveir einstaklingar auk Hauks, komið þar við sögu.
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira