Ungir knapar sýndu listir sýnar í reiðhöllinni í Víðidal í tengslum við sýninguna Æskan og hesturinn í dag. Þar mátti sjá prinsessur og ýmsar kynjaverur, auk þess spilaður var hestafótbolti.
Æskan og hesturinn hefur verið fastur liður í starfi hestamannafélaganna á höfuðborgarsvæðinu í hartnær tuttugu ár. Í dag komu saman krakkar á öllum aldri og sýndu hestaatriði þar sem lögð var áhersla á grín og glens.
Aðalatriðið var svo hestafótbolti sem krakkarnir í hestamannafélaginu Fáki sáu um, en þau spila fótbolta á hestbaki minnst einu sinni í viku. Fjórir eru í hverju liði og fótboltinn er jógabolti, en mikil vinna flest í að venja hestana við boltann.
Í Mosfellsbæ hefur verið starfræktur reiðskóli fyrir fatlaða um nokurra ára skeið. Þau létu sig að sjálfsögðu ekki vanta og léku kúnstir sínar á sýningunni.
Hestafótbolti í Víðidal
Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
