Innlent

Stuðningur við ríkisstjórnina dvínar

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/gva
Stuðningur við ríkisstjórnina lækkað um tæp 8 prósentustig á rúmum sex vikum, eða um tæplega 17 prósent. Þetta kemur fram í könnun MMR.

Nýjasta könnun þeirra var gerð í byrjun apríl og mældist stuðningur við ríkisstjórnina 38,7 prósent.  Í lok febrúar mældist stuðningur 40,9 prósent og um miðjan febrúar mánuð mældist stuðningur 46,6 prósent.

mynd/mmr
Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 23,9 prósent, borið saman við 29,0 prósent í könnun frá lok febrúar. Fylgi Bjartrar framtíðar mældist nú 17,1 prósent, borið saman við 16,4 prósent í síðustu könnun.

Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 15,1 prósent, borið saman við 14,0 prósent í síðustu könnun. Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 14,4 prósent, borið saman við 14,6 prósent í síðustu könnun.

Vinstri-græn mældust nú með 11,5 prósent fylgi, borið saman við 10,4 prósent í síðustu könnun. Píratar mældust nú með 11,0 prósent fylgi, borið saman við 9,3 prósent fylgi í síðustu könnun. Fylgi annarra flokka mældist undir 2 prósent.

Níu hundruð og sextíu tóku þátt í könnuninni á tímabilinu 28. mars til 1. apríl.

mynd/mmr



Fleiri fréttir

Sjá meira


×