Innlent

Kjölur semur við ríkið

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/auðunn
Kjölur hefur skrifað undir nýjan kjarasamning við ríkið. Samningurinn gildir frá 1. mars 2014 til 30. apríl 2015 og byggir að hluta til á þeim samningum sem þegar hafa verið undirritaðir af BSRB félögum að undanförnu.

Samningurinn felur í sér 2,8 prósenta launahækkun, eða að minnsta kosti átta þúsund krónur. Á launum lægri en 230 þúsund krónur á mánuði komi sérstök hækkun til viðbótar að upphæð 1.750 kr.

Samið var um tvær eingreiðslur, 14.600 kr. við samþykkt kjarasamnings og tuttugu þúsund krónur í lok samnings 1. apríl 2015.

Orlofsuppbót verður 39.500 kr. og persónuuppbót verður 73.600 kr. en það er hækkun upp á 32.300.

Kjölur er eitt stærsta einstaka aðildarfélagið innan BSRB sem telur um 1000 félagsmenn sem starfa á svæðunum í kringum Akureyri og allt vestur til Borgarness




Fleiri fréttir

Sjá meira


×