„Það er ekki til aðgerð sem tryggir mikla ánægju hjá öllum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 9. apríl 2014 09:46 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. vísir/gva „Það væri kannski áhugavert að greina það frekar hvers vegna sumir eru óánægðir og velta því upp hversu mikið er nóg,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í þættinum Bítið á Bylgjunni í morgun.MMR kannaði á dögunum afstöðu almennings til frumvarpa ríkisstjórnarinnar um lækkun húsnæðisskulda heimila í landinu. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 27,5% vera ánægð með frumvörp ríkisstjórnarinnar um lækkun húsnæðisskulda heimilanna í landinu, 25,2% sögðust hvorki ánægð né óánægð og 47,3% sögðust vera óánægð. „Þetta er almenn aðgerð og gagnast hún upp undir 100 þúsund heimilum í landinu. Hún er miðuð að verðtryggðum lánum, skjótvirk og mjög árangursrík. Við teljum að aðgerðin verði komin í framkvæmd að fullu síðar á þessu ári.“Gríðarlega vel heppnuð aðgerð Bjarni segist búast við því að í september verði komin niðurstaða eftir umsóknir landsmanna. „Ég tel að þetta sé gríðarlega vel heppnuð aðgerð, hún bætist ofan á það sem áður var gert og hún spilar saman með séreignarsparnaðraleiðinni. Með þessum tveimur leiðum saman þá trúum við því að skuldir heimilanna vegna íbúðarskulda geti lækkað um allt að 150 milljarða.“ Fjármálaráðherra segir það vera gríðarlega umskipti í afkomu og stöðu íslenskra heimila. „Það næst á þessu ári að slá greiðslubyrðina niður sem nemur því að skuldirnar hafi lækkað um 150 milljarða. Við munum borga upp séreignarsparnaðarhlutann á næstu þremur árum og á fjórum árum hvað varðar niðurfærsluna. Áhrifin koma fram strax.“ Bjarni segist vera mjög ánægður með þessa aðgerð en skilur vel að það séu kannski ekki allir eins sáttir. „Það er ekki til aðgerð sem tryggir mikla ánægju hjá öllum en það eru mjög margir sáttir og mun aðgerðin breyta miklu hjá mörgum. Hjá dæmigerðu heimili geta lánin lækkað um allt að tuttugu prósent, bara vegna þessara aðgerðar.“Kannski hægt að borga niður allar skuldir allra á Íslandi Aðspurður hvort skapast hefði meiri sátt ef aðgerðin hefði tekið utan um tekjulægstu hópana og þá sem eru í leiguhúsnæði svaraði Bjarni; „Ef við hefðum farið þá leið að draga ekki frá þá aðstoð sem hefur verið veitt undanfarin ár í 110% leiðinni og í öðrum úrræðum sem stjórnvöld hafa staðið fyrir, þá hefði það sem við teljum að sé til skiptanna hér verið smurt þunnar yfir og fólk hefði fundið minna fyrir aðgerðinni, sérstaklega hjá þeim sem ekki hafa fengið hjálparhönd til þessa. Til dæmis hjá fólki sem skuldaði 108% í sínum eignum og átti ekki rétt á 110% leiðréttingu en sat uppi með verulega þrengda stöðu eftir verðbólguskotið.“ Bjarni segir að vissulega sé hægt að gera meira fyrir meiri fjármuni endalaust og sagði hann að hægt væri að borga upp allar skuldir allra heimila á Íslandi en honum hugnaðist ekki sú leið.Mikið jafnvægi í þessari aðgerð „Ég tel að það sé mjög gott jafnvægi í þessari aðgerð, hún hefur þann kost að séreignarsparnaðraleiðin hvetur til sparnaðar sem vegar upp á móti niðurfærslunni, sem dempar áhrifin á verðbólguna og ég er mjög ánægður með niðurstöðuna. Það skiptir t.d. venjulega fjölskyldu máli að ráðstöfunartekjurnar aukist um tuttugu til þrjátíu þúsund á mánuði og það verða mjög mörg slík dæmi. Það þýðir upp undir 250- 300 þúsund krónur á ári og hvern munar ekki um það.“ Bjarni var því næst spurður hvort aðgerðin gæti því stuðlað að verðbólgu með aukinni neyslu íslenskra heimila. „Við höfum fengið álit frá Seðlabanka Íslands og áhrifin á verðlagið eiga að vera minniháttar vegna þessara aðgerða. Það er ekki verið að spá stóru verðbólguskoti, auðvitað verður spennan í hagkerfinu örlítið meiri en þetta er ekki að valda mér neinum áhyggjum og sef alveg rólegur. Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Sjá meira
„Það væri kannski áhugavert að greina það frekar hvers vegna sumir eru óánægðir og velta því upp hversu mikið er nóg,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í þættinum Bítið á Bylgjunni í morgun.MMR kannaði á dögunum afstöðu almennings til frumvarpa ríkisstjórnarinnar um lækkun húsnæðisskulda heimila í landinu. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 27,5% vera ánægð með frumvörp ríkisstjórnarinnar um lækkun húsnæðisskulda heimilanna í landinu, 25,2% sögðust hvorki ánægð né óánægð og 47,3% sögðust vera óánægð. „Þetta er almenn aðgerð og gagnast hún upp undir 100 þúsund heimilum í landinu. Hún er miðuð að verðtryggðum lánum, skjótvirk og mjög árangursrík. Við teljum að aðgerðin verði komin í framkvæmd að fullu síðar á þessu ári.“Gríðarlega vel heppnuð aðgerð Bjarni segist búast við því að í september verði komin niðurstaða eftir umsóknir landsmanna. „Ég tel að þetta sé gríðarlega vel heppnuð aðgerð, hún bætist ofan á það sem áður var gert og hún spilar saman með séreignarsparnaðraleiðinni. Með þessum tveimur leiðum saman þá trúum við því að skuldir heimilanna vegna íbúðarskulda geti lækkað um allt að 150 milljarða.“ Fjármálaráðherra segir það vera gríðarlega umskipti í afkomu og stöðu íslenskra heimila. „Það næst á þessu ári að slá greiðslubyrðina niður sem nemur því að skuldirnar hafi lækkað um 150 milljarða. Við munum borga upp séreignarsparnaðarhlutann á næstu þremur árum og á fjórum árum hvað varðar niðurfærsluna. Áhrifin koma fram strax.“ Bjarni segist vera mjög ánægður með þessa aðgerð en skilur vel að það séu kannski ekki allir eins sáttir. „Það er ekki til aðgerð sem tryggir mikla ánægju hjá öllum en það eru mjög margir sáttir og mun aðgerðin breyta miklu hjá mörgum. Hjá dæmigerðu heimili geta lánin lækkað um allt að tuttugu prósent, bara vegna þessara aðgerðar.“Kannski hægt að borga niður allar skuldir allra á Íslandi Aðspurður hvort skapast hefði meiri sátt ef aðgerðin hefði tekið utan um tekjulægstu hópana og þá sem eru í leiguhúsnæði svaraði Bjarni; „Ef við hefðum farið þá leið að draga ekki frá þá aðstoð sem hefur verið veitt undanfarin ár í 110% leiðinni og í öðrum úrræðum sem stjórnvöld hafa staðið fyrir, þá hefði það sem við teljum að sé til skiptanna hér verið smurt þunnar yfir og fólk hefði fundið minna fyrir aðgerðinni, sérstaklega hjá þeim sem ekki hafa fengið hjálparhönd til þessa. Til dæmis hjá fólki sem skuldaði 108% í sínum eignum og átti ekki rétt á 110% leiðréttingu en sat uppi með verulega þrengda stöðu eftir verðbólguskotið.“ Bjarni segir að vissulega sé hægt að gera meira fyrir meiri fjármuni endalaust og sagði hann að hægt væri að borga upp allar skuldir allra heimila á Íslandi en honum hugnaðist ekki sú leið.Mikið jafnvægi í þessari aðgerð „Ég tel að það sé mjög gott jafnvægi í þessari aðgerð, hún hefur þann kost að séreignarsparnaðraleiðin hvetur til sparnaðar sem vegar upp á móti niðurfærslunni, sem dempar áhrifin á verðbólguna og ég er mjög ánægður með niðurstöðuna. Það skiptir t.d. venjulega fjölskyldu máli að ráðstöfunartekjurnar aukist um tuttugu til þrjátíu þúsund á mánuði og það verða mjög mörg slík dæmi. Það þýðir upp undir 250- 300 þúsund krónur á ári og hvern munar ekki um það.“ Bjarni var því næst spurður hvort aðgerðin gæti því stuðlað að verðbólgu með aukinni neyslu íslenskra heimila. „Við höfum fengið álit frá Seðlabanka Íslands og áhrifin á verðlagið eiga að vera minniháttar vegna þessara aðgerða. Það er ekki verið að spá stóru verðbólguskoti, auðvitað verður spennan í hagkerfinu örlítið meiri en þetta er ekki að valda mér neinum áhyggjum og sef alveg rólegur.
Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent