Sló sjálfur inn rangt númer Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2014 14:09 Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Vísir/GVA Nokkuð er um að Neyðarlínunni berist símtöl frá einstaklingum sem séu að leita sér upplýsingar um símanúmer eða heimilsföng. Viðkomandi einstaklingar eru þá að reyna að hringja í 118, en hringja óvart í 112. Neyðarlínan birti í gær á Facebook síðu sinni eitt slíkt símtal, sem hafði verið skrifað niður. Vísir hafði samband við Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóra Neyðarlínunnar, sem segir neyðarverði fá nokkur símtöl á dag þar sem beðið er um ákveðið símanúmer eða nafn og greinilegt er að fólk ætli sér að hringja í 118. „Þau eru nokkur á dag, símtölin þar sem beðið er um símanúmer á Dúfnahólum 10. „Sjálfsagt, ef þú hringir í 118“,“ segir Tómas. „Fólk hringir klárlega óvart og ég hef gert það sjálfur. Fyrir tveimur mánuðum þurfti ég að hringja í 112 og í fumi hringdi ég í 118. Ég náði nú að skella á áður en það var svarað og horfði bara á símann. Ég er búinn að vinna hérna í þrjú ár og náði samt að slá inn vitlausa tölu.“ Ákveðið grínhliðartilvik af þessu er fólk sem ætlar að hringja í 118 og gerir það, en fær samt sambandi við 112. Það er fólk sem kaupir síma á Ítalíu og lætur ekki forrita þá hér á landi. Neyðarnúmerið í Ítalíu er 118 og þegar það er slegið inn er símtalið sent á 112.“ „Þá hringir einhver í Neyðarlínuna og biður um númer á Dúfnahólum 10. Honum er bent á að hringja í 118. Tveimur mínútum síðar hringir hann aftur í 118 er fullviss um að hafa slegið inn þær tölur. Hann fær þó aftur samband við okkur. Þá er neyðarvörðurinn orðinn pirraður og segir viðkomandi aftur að hringja í 118. Já, en ég gerði það segir viðkomandi,“ segir Tómas. Hann segir þessi tilvik vera sjaldgæf, en þau hafi verið algengari á árunum fyrir hrun.Einnig óvart hringt í 118 Lilja Hallbjörnsdóttir, þjónustustjóri Já.is, segir allflesta sem svari í 118 hjá fyrirtækinu kannast við að hafa fengið símtöl þar sem viðkomandi vildi ná í 112. „Í þeim tilfellum er oft geðshræring í gangi og fólk hringir óvart í okkur. Í þeim tilfellum erum við mjög meðvituð um að gefa viðkomandi beint samband við Neyðarlínuna,“ segir Lilja. Til stendur að færa þjónustu 118 yfir á númerið 1818, sem einnig er í eigu Já.is. „Við fögnum því og erum mjög stolt af 1818. Við munum kynna það vel þegar það gerist,“ segir Lilja. Tómas telur að umræddum símtölum til Neyðarlínunnar muni fækka með lokun 118. Tengdar fréttir Ætlaði að hringja í 118 en hringdi í Neyðarlínuna Einstaklingur sem hringdi óvart í Neyðarlínuna hafði greinilega ruglast í símanum. 19. mars 2014 13:58 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Fleiri fréttir Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Sjá meira
Nokkuð er um að Neyðarlínunni berist símtöl frá einstaklingum sem séu að leita sér upplýsingar um símanúmer eða heimilsföng. Viðkomandi einstaklingar eru þá að reyna að hringja í 118, en hringja óvart í 112. Neyðarlínan birti í gær á Facebook síðu sinni eitt slíkt símtal, sem hafði verið skrifað niður. Vísir hafði samband við Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóra Neyðarlínunnar, sem segir neyðarverði fá nokkur símtöl á dag þar sem beðið er um ákveðið símanúmer eða nafn og greinilegt er að fólk ætli sér að hringja í 118. „Þau eru nokkur á dag, símtölin þar sem beðið er um símanúmer á Dúfnahólum 10. „Sjálfsagt, ef þú hringir í 118“,“ segir Tómas. „Fólk hringir klárlega óvart og ég hef gert það sjálfur. Fyrir tveimur mánuðum þurfti ég að hringja í 112 og í fumi hringdi ég í 118. Ég náði nú að skella á áður en það var svarað og horfði bara á símann. Ég er búinn að vinna hérna í þrjú ár og náði samt að slá inn vitlausa tölu.“ Ákveðið grínhliðartilvik af þessu er fólk sem ætlar að hringja í 118 og gerir það, en fær samt sambandi við 112. Það er fólk sem kaupir síma á Ítalíu og lætur ekki forrita þá hér á landi. Neyðarnúmerið í Ítalíu er 118 og þegar það er slegið inn er símtalið sent á 112.“ „Þá hringir einhver í Neyðarlínuna og biður um númer á Dúfnahólum 10. Honum er bent á að hringja í 118. Tveimur mínútum síðar hringir hann aftur í 118 er fullviss um að hafa slegið inn þær tölur. Hann fær þó aftur samband við okkur. Þá er neyðarvörðurinn orðinn pirraður og segir viðkomandi aftur að hringja í 118. Já, en ég gerði það segir viðkomandi,“ segir Tómas. Hann segir þessi tilvik vera sjaldgæf, en þau hafi verið algengari á árunum fyrir hrun.Einnig óvart hringt í 118 Lilja Hallbjörnsdóttir, þjónustustjóri Já.is, segir allflesta sem svari í 118 hjá fyrirtækinu kannast við að hafa fengið símtöl þar sem viðkomandi vildi ná í 112. „Í þeim tilfellum er oft geðshræring í gangi og fólk hringir óvart í okkur. Í þeim tilfellum erum við mjög meðvituð um að gefa viðkomandi beint samband við Neyðarlínuna,“ segir Lilja. Til stendur að færa þjónustu 118 yfir á númerið 1818, sem einnig er í eigu Já.is. „Við fögnum því og erum mjög stolt af 1818. Við munum kynna það vel þegar það gerist,“ segir Lilja. Tómas telur að umræddum símtölum til Neyðarlínunnar muni fækka með lokun 118.
Tengdar fréttir Ætlaði að hringja í 118 en hringdi í Neyðarlínuna Einstaklingur sem hringdi óvart í Neyðarlínuna hafði greinilega ruglast í símanum. 19. mars 2014 13:58 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Fleiri fréttir Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Sjá meira
Ætlaði að hringja í 118 en hringdi í Neyðarlínuna Einstaklingur sem hringdi óvart í Neyðarlínuna hafði greinilega ruglast í símanum. 19. mars 2014 13:58
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent