Sló sjálfur inn rangt númer Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2014 14:09 Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Vísir/GVA Nokkuð er um að Neyðarlínunni berist símtöl frá einstaklingum sem séu að leita sér upplýsingar um símanúmer eða heimilsföng. Viðkomandi einstaklingar eru þá að reyna að hringja í 118, en hringja óvart í 112. Neyðarlínan birti í gær á Facebook síðu sinni eitt slíkt símtal, sem hafði verið skrifað niður. Vísir hafði samband við Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóra Neyðarlínunnar, sem segir neyðarverði fá nokkur símtöl á dag þar sem beðið er um ákveðið símanúmer eða nafn og greinilegt er að fólk ætli sér að hringja í 118. „Þau eru nokkur á dag, símtölin þar sem beðið er um símanúmer á Dúfnahólum 10. „Sjálfsagt, ef þú hringir í 118“,“ segir Tómas. „Fólk hringir klárlega óvart og ég hef gert það sjálfur. Fyrir tveimur mánuðum þurfti ég að hringja í 112 og í fumi hringdi ég í 118. Ég náði nú að skella á áður en það var svarað og horfði bara á símann. Ég er búinn að vinna hérna í þrjú ár og náði samt að slá inn vitlausa tölu.“ Ákveðið grínhliðartilvik af þessu er fólk sem ætlar að hringja í 118 og gerir það, en fær samt sambandi við 112. Það er fólk sem kaupir síma á Ítalíu og lætur ekki forrita þá hér á landi. Neyðarnúmerið í Ítalíu er 118 og þegar það er slegið inn er símtalið sent á 112.“ „Þá hringir einhver í Neyðarlínuna og biður um númer á Dúfnahólum 10. Honum er bent á að hringja í 118. Tveimur mínútum síðar hringir hann aftur í 118 er fullviss um að hafa slegið inn þær tölur. Hann fær þó aftur samband við okkur. Þá er neyðarvörðurinn orðinn pirraður og segir viðkomandi aftur að hringja í 118. Já, en ég gerði það segir viðkomandi,“ segir Tómas. Hann segir þessi tilvik vera sjaldgæf, en þau hafi verið algengari á árunum fyrir hrun.Einnig óvart hringt í 118 Lilja Hallbjörnsdóttir, þjónustustjóri Já.is, segir allflesta sem svari í 118 hjá fyrirtækinu kannast við að hafa fengið símtöl þar sem viðkomandi vildi ná í 112. „Í þeim tilfellum er oft geðshræring í gangi og fólk hringir óvart í okkur. Í þeim tilfellum erum við mjög meðvituð um að gefa viðkomandi beint samband við Neyðarlínuna,“ segir Lilja. Til stendur að færa þjónustu 118 yfir á númerið 1818, sem einnig er í eigu Já.is. „Við fögnum því og erum mjög stolt af 1818. Við munum kynna það vel þegar það gerist,“ segir Lilja. Tómas telur að umræddum símtölum til Neyðarlínunnar muni fækka með lokun 118. Tengdar fréttir Ætlaði að hringja í 118 en hringdi í Neyðarlínuna Einstaklingur sem hringdi óvart í Neyðarlínuna hafði greinilega ruglast í símanum. 19. mars 2014 13:58 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Sjá meira
Nokkuð er um að Neyðarlínunni berist símtöl frá einstaklingum sem séu að leita sér upplýsingar um símanúmer eða heimilsföng. Viðkomandi einstaklingar eru þá að reyna að hringja í 118, en hringja óvart í 112. Neyðarlínan birti í gær á Facebook síðu sinni eitt slíkt símtal, sem hafði verið skrifað niður. Vísir hafði samband við Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóra Neyðarlínunnar, sem segir neyðarverði fá nokkur símtöl á dag þar sem beðið er um ákveðið símanúmer eða nafn og greinilegt er að fólk ætli sér að hringja í 118. „Þau eru nokkur á dag, símtölin þar sem beðið er um símanúmer á Dúfnahólum 10. „Sjálfsagt, ef þú hringir í 118“,“ segir Tómas. „Fólk hringir klárlega óvart og ég hef gert það sjálfur. Fyrir tveimur mánuðum þurfti ég að hringja í 112 og í fumi hringdi ég í 118. Ég náði nú að skella á áður en það var svarað og horfði bara á símann. Ég er búinn að vinna hérna í þrjú ár og náði samt að slá inn vitlausa tölu.“ Ákveðið grínhliðartilvik af þessu er fólk sem ætlar að hringja í 118 og gerir það, en fær samt sambandi við 112. Það er fólk sem kaupir síma á Ítalíu og lætur ekki forrita þá hér á landi. Neyðarnúmerið í Ítalíu er 118 og þegar það er slegið inn er símtalið sent á 112.“ „Þá hringir einhver í Neyðarlínuna og biður um númer á Dúfnahólum 10. Honum er bent á að hringja í 118. Tveimur mínútum síðar hringir hann aftur í 118 er fullviss um að hafa slegið inn þær tölur. Hann fær þó aftur samband við okkur. Þá er neyðarvörðurinn orðinn pirraður og segir viðkomandi aftur að hringja í 118. Já, en ég gerði það segir viðkomandi,“ segir Tómas. Hann segir þessi tilvik vera sjaldgæf, en þau hafi verið algengari á árunum fyrir hrun.Einnig óvart hringt í 118 Lilja Hallbjörnsdóttir, þjónustustjóri Já.is, segir allflesta sem svari í 118 hjá fyrirtækinu kannast við að hafa fengið símtöl þar sem viðkomandi vildi ná í 112. „Í þeim tilfellum er oft geðshræring í gangi og fólk hringir óvart í okkur. Í þeim tilfellum erum við mjög meðvituð um að gefa viðkomandi beint samband við Neyðarlínuna,“ segir Lilja. Til stendur að færa þjónustu 118 yfir á númerið 1818, sem einnig er í eigu Já.is. „Við fögnum því og erum mjög stolt af 1818. Við munum kynna það vel þegar það gerist,“ segir Lilja. Tómas telur að umræddum símtölum til Neyðarlínunnar muni fækka með lokun 118.
Tengdar fréttir Ætlaði að hringja í 118 en hringdi í Neyðarlínuna Einstaklingur sem hringdi óvart í Neyðarlínuna hafði greinilega ruglast í símanum. 19. mars 2014 13:58 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Sjá meira
Ætlaði að hringja í 118 en hringdi í Neyðarlínuna Einstaklingur sem hringdi óvart í Neyðarlínuna hafði greinilega ruglast í símanum. 19. mars 2014 13:58