Innlent

Lentu á Keflavíkurvelli vegna veikinda farþega

Stefán Árni Pálsson skrifar
visir/Valli
Lenda þurfti flugvél á Keflavíkurflugvelli í vikunni vegna veikinda farþega en vélin var á leið frá Delhi til New York.

Þrír læknar voru um borð í vélinni og buðu þeir fram aðstoð sína þegar farþeginn veiktist. Sjúkrabifreið kom á staðinn frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja ásamt lækni.

Maðurinn var fluttur á neyðarmóttöku Landspítalans til skoðunar og var flugvélinni svo flogið áfram á áfangastað án farþegans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×