Innlent

Djúpur pollur skapar hættu fyrir börn

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Pollurinn sem hefur myndast núna er mjög djúpur enda hefur rignt mikið undanfarna daga. „Þetta er mjög hættulegt fyrir börn sem fara þarna um,“ segir Harpa.
Pollurinn sem hefur myndast núna er mjög djúpur enda hefur rignt mikið undanfarna daga. „Þetta er mjög hættulegt fyrir börn sem fara þarna um,“ segir Harpa.
„Þegar það rignir er bara flóð þarna,“ segir Guðbjörg Harpa Ingimundardóttir, aðstoðarleikskólastjóri á leikskólanum Geislabaugi í Grafarholti í Reykjavík.

Íbúi í Grafarholti hafði samband við fréttastofu og sagði frá stórum polli sem myndast rétt við leikskólann í rigningu.

Pollurinn sem hefur myndast núna er mjög djúpur enda hefur rignt mikið undanfarna daga. „Þetta er mjög hættulegt fyrir börn sem fara þarna um,“ segir Harpa.

Hafa boðist til að laga svæðið sjálf

Hún segir starfsmenn leikskólans og foreldra barna þar hafa haft áhyggjur af þessu í langan tíma. Kvartað hafi verið til borgarinnar. Foreldrafélag og starfsmenn leikskólans hafi jafnvel boðist til þess að laga svæðið sjálft í sínum eigin frítíma en þau hafi ekki fengið leyfi borgarinnar til þess.

Leiksólinn hafi falast eftir þessari lóð í mörg ár. Bæði í þeim tilgangi að stækka lóð leikskólans og til þess að fegra umhverfið eins og svæðið sé nú sé lítil prýði af því. Frá borginni hafi borist þær upplýsingar að byggja eigi sambýli á reitnum. Starfsmenn borgarinnar hafi svo komið og fyllt upp í svæðið og sett bekki þar. Það hafi greinilega ekki veri nóg og nú séu bekkirnir á floti í miðjum polli.

„Við viljum setja tré og hóla þarna og hugsum okkur að þarna geti verið smá útivistarparadís. Þannig að það sé hægt að fara þarna en þetta sé ekki bara eitthvað subbusvæði,“ segir Harpa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×