Innlent

Mengun frá iðnaðarsvæðunum berst ekki íbúðabyggð

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Bæjaryfirvöld og íbúar í hverfinu höfðu áhyggjur af því að mengun frá þungamálmum og brennisteini hefði áhrif á lífsgæði hverfisbúa.
Bæjaryfirvöld og íbúar í hverfinu höfðu áhyggjur af því að mengun frá þungamálmum og brennisteini hefði áhrif á lífsgæði hverfisbúa. VÍSIR/GVA
Mengun frá iðnaðarsvæðunum við Vallahverfi í Hafnarfirði berst ekki í íbúðabyggðina. Náttúrufræðistofnun Íslands gerði mælingar á svæðinu og Nýsköpunarmiðstöð Íslands rannsakaði styrk þungmálma í ryki.

Bæjaryfirvöld og íbúar í hverfinu höfðu áhyggjur af því að mengun frá þungamálmum og brennisteini hefði áhrif á lífsgæði hverfisbúa.

Mælt var við Norðurhellu á milli iðnaðarhverfisins og íbúðabyggðarinnar. Mælinga sýndu að styrkur þungamálmsins er mjög lágur og vel undir viðmiðunarmörkum um andrúmsloft á Íslandi.

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, fagnar niðurstöðunum.

Hafnarfjarðarbær muni halda áfram að vakta umhverfið og tryggja bæjarbúum heilnæmt umhverfi. Guðrún hvetur íbúa Vallahverfis til að mæta á fund í hverfinu í kvöld þar sem farið verður yfir Fundurinn verður haldinn í Hraunavallaskóla klukkan 19:30.

Umhverfis- og framkvæmdarráð Hafnarfjarðar þakkar Náttúrufræðistofnun Íslands og Nýsköpunarmiðstöð Íslands fyrir skýrslurnar. Telur ráðið að í ljósi upplýsinga sem fram koma í skýrslunum að mengunarálag innan þynningarsvæðis álversins í Straumsvík nái ekki út fyrir iðnaðarsvæðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×