Innlent

„Fullkomlega óeðlileg framganga af hálfu frændþjóðar“

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Norðmenn gerðu tvíhliðasamning við Færeyinga í miðri makríldeilunni sem útilokar Íslendinga frá því að veiða í lögsögu Færeyinga. Sjávarútvegsráðherra er afar ósáttur og segir Norðmenn hafa þvingað Færeyinga til saminga.

Fréttastofa Stöðvar 2 hefur undir höndum tvíhliðasamning sem sendinefnd Noregs og Færeyja undirritaði í Lundúnum þann 12. mars síðastliðinn. Samningurinn gefur Færeyingum kost á að veiða í norskri lögsögu og öfugt.

Einnig er í samningnum skýrt kveðið á um að aðeins þau ríki sem eiga aðild að samkomulagi strandríkja og ESB, sem samþykkt var þann 12. mars síðastliðinn, fái að veiða í lögsögu Norðmanna eða Færeyinga. Íslendingar voru ekki með í því samkomulagi og samkvæmt þessum samningi fær Ísland ekki að veiða í lögsögu Færeyinga.

„Ég kalla það ljótan leik að Norðmenn skuli krefjast þess af öðrum ríkjum að okkur yrði meinaður aðgangur í lögsögu annarra ríkja. Við teljum það fullkomlega óeðlilega framgöngu af hálfu hvers sem er og hvað þá af hálfu vina- og frændþjóðar,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra.

Nánar er fjallað um málið í myndbandinu hér að ofan.


Tengdar fréttir

Ný og harðari milliríkjadeila vegna makrílsamnings

Ljóst er að Ísland stendur eftir einangrað í makríldeilunni. Evrópusambandið, Noregur og Færeyjar undirrituðu samkomulag í norska sendiráðinu í Lundúnum um skiptingu veiðiheimilda á makríl fyrir næstu fimm ár síðla miðvikudags. Fátt annað liggur ljóst fyrir; hvorki hvað liggur að baki óvæntri þróun mála né hver staða Íslands er í dag og hvernig á að bregðast við því að Íslandi var haldið utan við samkomulagið.

Makrílævintýrið við Ísland

Hvaða máli skiptir makríllinn, af hverju kom hann í íslenska landhelgi og hvað erum við að gera við hann?

Stóru málin - Veiðar við Grænland réðu úrslitum í makríldeilunni

Jacob Vestergaard, sjávarútvegsráðherra Færeyinga, sagði í samtali við Stóru málin í dag að það sem hefði ráðið úrslitum um að það slitnaði upp úr samningaviðræðum við Íslendinga í makríldeilunni hafi verið krafa Íslendinga um að veiða makríl við Grænland.

Segir ESB ganga á bak orða sinna

Sigurður Ingi Jóhannsson segir ljóst að samningur ESB, Noregs og Færeyja í makríldeilunni feli í sér mikla ofveiði stofnsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×