Innlent

Flugmenn framtíðarinnar læra á Flugvöllum

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Stærsta fyrirtækið sem verður við hina nýju götu, Flugvelli, er á vegum flugfélagsins Icelandair.
Stærsta fyrirtækið sem verður við hina nýju götu, Flugvelli, er á vegum flugfélagsins Icelandair. VÍSIR/GVA
Ný gata í Hafnarfirði mun bera heitið Flugvellir. Nafnið var samþykkt í gær á fundi hjá skipulags- og byggingaráði Hafnarfjarðar. Gatan er norðan Ásbrautar, innan Reykjanesbrautar, sem afmarkast af Tjarnarvöllum og Selhellu. Frá þessu er greint á vefnum Bærinn okkar.

Stærsta fyrirtækið sem verður við hina nýju götu er á vegum flugfélagsins Icelandair.

Bæjastjórn Hafnarfjarðar samþykkti í október á síðasta ári að úthluta flugfélaginu lóð undir hluta af starfsemi sinni á Vallarsvæðinu. Lóðin er um fimmtán til sextán þúsund fermetrar að stærð.

Í umsókn fyrirtækisins kom fram að á umræddri lóð standi til að byggja upp kennslu- og þjálfunarsetur, húsnæði fyrir flugherma og fleira.

Upprennandi flugmenn munu því fara í þjálfun við götuna Flugvelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×