Innlent

Framkvæmt fyrir 125 milljónir í nýbyggingahverfum

Stefán Árni Pálsson skrifar
visir/vilhelm
Borgarráð hefur samþykkt að heimila umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út fjölmörg verkefni í nýbyggingahverfum en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Þar af fara 70 milljónir króna til frágangsverkefna og göngustíga í Úlfarsárdal og Reynisvatnsási.

Í Úlfarsárdal er lögð sérstök áhersla á gönguleiðir skólabarna.

Verkefnin eru lagning gangstétta og göngustíga, göngutengingar á milli hverfishluta, þökulagnir, gróðursetning og annar umhverfisfrágangur, en 50 milljónum verður varið til verkefna í Úlfarsárdal.

Í Reynisvatnsási verða steyptar gangstéttir við nokkrar götur en þar verður framkvæmt fyrir 20 milljónir króna.

Þá verður framkvæmt fyrir 10 milljónir króna í Norðlingaholti.

Stígur verður lagður meðfram Lautarvegi 18 við Sléttuveg í Fossvogi fyrir 10 milljónir króna og annar lagður við Hólaberg í Breiðholti fyrir fimm milljónir króna.

Göngu- og hjólastígur verður einnig lagður við Spöngina í Grafarvogi.  Að auki verða göngutengingar bættar hér og þar í borginni fyrir um 30 milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×