Innlent

SFR undirrita kjarasamning

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/ap
Fulltrúar SFR undirrituðu í gærkvöld kjarasamning við ríkið. Samningurinn kveður á um 2,8% launahækkun eða að lágmarki 8 þúsund krónur fyrir dagvinnu miðað við fullt starf. Þá kemur 1.750 króna  hækkun á launum sem lægri eru en 230 þúsund.

Einnig var samið um tvær eingreiðslur, annars vegar 14.600 krónur við samþykkt kjarasamnings og 20 þúsund krónur við lok hans.

Samningurinn verður kynntur félagsmönnum á næstu dögum og í kjölfarið borinn undir atkvæði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×