Hvetur alla til að skoða sína stöðu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. mars 2014 16:44 Eyjólfur Lárusson og Gylfi Magnússon. „Miðað við meðalverðbólgu síðastliðinna ára þá hefur heildarskuld á verðtryggðu láni vaxið upp í upphaflega stöðu þrátt fyrir að greitt hafi verið samviskusamlega í 5 ár,“ segir Eyjólfur Lárusson, framkvæmdastjóri tryggingafélagsins Allianz á Íslandi, í erindi til Vísis. Tilefnið er gagnrýni Gylfa Magnússonar, fyrrum viðskiptaráðherra og dósents við Háskóla Íslands, í kjölfar ummæla Eyjólfs í Fréttablaðinu í dag. Þar sagði Eyjólfur að verðtryggð lán gætu hækkað á svipstundu vegna verðbólguskots og þar með væri allt inngreitt, þar á meðal séreignarsparnaðurinn, farinn. „Hvað svo sem mönnum finnst um að nota séreignasparnaðinn til að greiða niður lán þá er þetta þvæla,“ sagði Gylfi í Fésbókarfærslu í morgunsárið. Hann bætir við að sú leið sem ríkisstjórnin hafi kynnt verði til þess að lán muni lækka. Inngreiðslan geti ekki horfið í næsta verðbólguskoti því lánið verði alltaf lægra en það hefði verið án inngreiðslunnar. „Ég held að hinn almenni Íslendingur sem hefur verðtryggt lán hafi fundið þetta á eigin skinni,“ segir Eyjólfur í orðsendingu til Vísis síðdegis. Hvetur hann fólk til að skoða sína stöðu og vega út frá eigin hagsmunum. Gylfi bendir ennfremur á í Fésbókarfærslu sinni í dag að ekki þurfi að greiða tekjuskatt og útsvar af þeim peningum sem notaðir séu til að greiða niður lán gangi tillögur ríkisstjórnarinnar eftir. Ólíkt því sem almennt gerist þegar séreignarlífeyrissparnaður sé tekinn út. „Það eru talsverð skattfríðindi fyrir þá sem nýta þetta núna - þótt reikningurinn vegna þess lendi síðan á skattgreiðendum framtíðarinnar,“ segir Gylfi. Tengdar fréttir Séreignainngreiðslan gæti horfið í næsta verðbólguskoti Framkvæmdastjóri Allianz segist ráðleggja fólki að hugsa málið til enda áður en það notar séreignasparnað í húsnæði. Seðlabankastjóri segir að verðbólga geti aukist þegar áhrifa skuldalækkunaraðgerða fer að gæta. 28. mars 2014 06:00 Verðtryggð lán hækka ekki í verðbólguskoti Gylfi Magnússon, fyrrverandi viðskiptaráðherra og dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir ummæli framkvæmdastjóra Allianz í Fréttablaðinu í morgun tóma þvælu. 28. mars 2014 10:14 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Sjá meira
„Miðað við meðalverðbólgu síðastliðinna ára þá hefur heildarskuld á verðtryggðu láni vaxið upp í upphaflega stöðu þrátt fyrir að greitt hafi verið samviskusamlega í 5 ár,“ segir Eyjólfur Lárusson, framkvæmdastjóri tryggingafélagsins Allianz á Íslandi, í erindi til Vísis. Tilefnið er gagnrýni Gylfa Magnússonar, fyrrum viðskiptaráðherra og dósents við Háskóla Íslands, í kjölfar ummæla Eyjólfs í Fréttablaðinu í dag. Þar sagði Eyjólfur að verðtryggð lán gætu hækkað á svipstundu vegna verðbólguskots og þar með væri allt inngreitt, þar á meðal séreignarsparnaðurinn, farinn. „Hvað svo sem mönnum finnst um að nota séreignasparnaðinn til að greiða niður lán þá er þetta þvæla,“ sagði Gylfi í Fésbókarfærslu í morgunsárið. Hann bætir við að sú leið sem ríkisstjórnin hafi kynnt verði til þess að lán muni lækka. Inngreiðslan geti ekki horfið í næsta verðbólguskoti því lánið verði alltaf lægra en það hefði verið án inngreiðslunnar. „Ég held að hinn almenni Íslendingur sem hefur verðtryggt lán hafi fundið þetta á eigin skinni,“ segir Eyjólfur í orðsendingu til Vísis síðdegis. Hvetur hann fólk til að skoða sína stöðu og vega út frá eigin hagsmunum. Gylfi bendir ennfremur á í Fésbókarfærslu sinni í dag að ekki þurfi að greiða tekjuskatt og útsvar af þeim peningum sem notaðir séu til að greiða niður lán gangi tillögur ríkisstjórnarinnar eftir. Ólíkt því sem almennt gerist þegar séreignarlífeyrissparnaður sé tekinn út. „Það eru talsverð skattfríðindi fyrir þá sem nýta þetta núna - þótt reikningurinn vegna þess lendi síðan á skattgreiðendum framtíðarinnar,“ segir Gylfi.
Tengdar fréttir Séreignainngreiðslan gæti horfið í næsta verðbólguskoti Framkvæmdastjóri Allianz segist ráðleggja fólki að hugsa málið til enda áður en það notar séreignasparnað í húsnæði. Seðlabankastjóri segir að verðbólga geti aukist þegar áhrifa skuldalækkunaraðgerða fer að gæta. 28. mars 2014 06:00 Verðtryggð lán hækka ekki í verðbólguskoti Gylfi Magnússon, fyrrverandi viðskiptaráðherra og dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir ummæli framkvæmdastjóra Allianz í Fréttablaðinu í morgun tóma þvælu. 28. mars 2014 10:14 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Sjá meira
Séreignainngreiðslan gæti horfið í næsta verðbólguskoti Framkvæmdastjóri Allianz segist ráðleggja fólki að hugsa málið til enda áður en það notar séreignasparnað í húsnæði. Seðlabankastjóri segir að verðbólga geti aukist þegar áhrifa skuldalækkunaraðgerða fer að gæta. 28. mars 2014 06:00
Verðtryggð lán hækka ekki í verðbólguskoti Gylfi Magnússon, fyrrverandi viðskiptaráðherra og dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir ummæli framkvæmdastjóra Allianz í Fréttablaðinu í morgun tóma þvælu. 28. mars 2014 10:14