Verðtryggð lán hækka ekki í verðbólguskoti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. mars 2014 10:14 Gylfi Magnússon. Vísir/Valli Gylfi Magnússon, fyrrverandi viðskiptaráðherra og dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir ekki rétt að verðtryggð lán hækki í verðbólguskoti. Vísaði hann þar í ummæli framkvæmdastjóra Allianz í Fréttablaðinu í morgun sem Gylfi segir tóma þvælu.Eyjólfur Lárusson, framkvæmdastjóri Allianz, var til svars um nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar þar sem fólki gefst kostur á að ráðstafa séreignarsparnaði sínum inn á veðlán vegna íbúðarhúsnæðis. Þeir sem ekki eiga húsnæði fá heimild til ráðstafa séreignasparnaðinum til kaupa á íbúðarhúsnæði. „Verðtryggt lán getur hækkað á svipstundu vegna verðbólguskots og þá er allt inngreitt þar á meðal séreignasparnaðurinn farinn. Ég ráðlegg fólki að hugsa málið til enda áður en það notar lífeyri sinn í annað en ætlað var í upphafi,“ sagði Eyjólfur. Hann bætti við að ætti fólk ekki séreignalífeyrissparnað á efri árum væri sú hætta á að fólkið lenti í fátækragildu. Gylfi er ekki sammála Eyjólfi. „Hvað svo sem mönnum finnst um að nota séreignasparnaðinn til að greiða niður lán þá er þetta þvæla,“ segir Gylfi í Fésbókarfærslu í morgunsárið. Hann bætir við að sú leið sem ríkisstjórnin hafi kynnt verði til þess að lán muni lækka. Inngreiðslan geti ekki horfið í næsta verðbólguskoti því lánið verði alltaf lægra en það hefði verið án inngreiðslunnar. „Það er svo enn annað mál að verðtryggð lán hækka ekkert í verðbólguskoti - það er hluti af grundvallarmisskilningnum við hina meintu leiðréttingu - krónunum fjölgar í takti við það að hver króna verður verðminni í verðbólgu en lánið stendur í stað að raunvirði.“ Tengdar fréttir Séreignainngreiðslan gæti horfið í næsta verðbólguskoti Framkvæmdastjóri Allianz segist ráðleggja fólki að hugsa málið til enda áður en það notar séreignasparnað í húsnæði. Seðlabankastjóri segir að verðbólga geti aukist þegar áhrifa skuldalækkunaraðgerða fer að gæta. 28. mars 2014 06:00 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Gylfi Magnússon, fyrrverandi viðskiptaráðherra og dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir ekki rétt að verðtryggð lán hækki í verðbólguskoti. Vísaði hann þar í ummæli framkvæmdastjóra Allianz í Fréttablaðinu í morgun sem Gylfi segir tóma þvælu.Eyjólfur Lárusson, framkvæmdastjóri Allianz, var til svars um nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar þar sem fólki gefst kostur á að ráðstafa séreignarsparnaði sínum inn á veðlán vegna íbúðarhúsnæðis. Þeir sem ekki eiga húsnæði fá heimild til ráðstafa séreignasparnaðinum til kaupa á íbúðarhúsnæði. „Verðtryggt lán getur hækkað á svipstundu vegna verðbólguskots og þá er allt inngreitt þar á meðal séreignasparnaðurinn farinn. Ég ráðlegg fólki að hugsa málið til enda áður en það notar lífeyri sinn í annað en ætlað var í upphafi,“ sagði Eyjólfur. Hann bætti við að ætti fólk ekki séreignalífeyrissparnað á efri árum væri sú hætta á að fólkið lenti í fátækragildu. Gylfi er ekki sammála Eyjólfi. „Hvað svo sem mönnum finnst um að nota séreignasparnaðinn til að greiða niður lán þá er þetta þvæla,“ segir Gylfi í Fésbókarfærslu í morgunsárið. Hann bætir við að sú leið sem ríkisstjórnin hafi kynnt verði til þess að lán muni lækka. Inngreiðslan geti ekki horfið í næsta verðbólguskoti því lánið verði alltaf lægra en það hefði verið án inngreiðslunnar. „Það er svo enn annað mál að verðtryggð lán hækka ekkert í verðbólguskoti - það er hluti af grundvallarmisskilningnum við hina meintu leiðréttingu - krónunum fjölgar í takti við það að hver króna verður verðminni í verðbólgu en lánið stendur í stað að raunvirði.“
Tengdar fréttir Séreignainngreiðslan gæti horfið í næsta verðbólguskoti Framkvæmdastjóri Allianz segist ráðleggja fólki að hugsa málið til enda áður en það notar séreignasparnað í húsnæði. Seðlabankastjóri segir að verðbólga geti aukist þegar áhrifa skuldalækkunaraðgerða fer að gæta. 28. mars 2014 06:00 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Séreignainngreiðslan gæti horfið í næsta verðbólguskoti Framkvæmdastjóri Allianz segist ráðleggja fólki að hugsa málið til enda áður en það notar séreignasparnað í húsnæði. Seðlabankastjóri segir að verðbólga geti aukist þegar áhrifa skuldalækkunaraðgerða fer að gæta. 28. mars 2014 06:00