Óskar eftir nýra - "Nýrun hjá mér eru að virka 5 prósent“ Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 11. mars 2014 22:56 Kristján þarf að mæta þrisvar í viku í blóðhreinsun. MYND/Landspítalinn „Ertu til í að leggja líf þitt í hættu fyrir náunga þinn og gefa annað nýrað þitt?“ spyr Kristján Kristjánsson, 36 ára gamall maður á Facebook–síðu sinni, sem greindist með IGA nýrnamein fyrir 10 árum síðan. Kristján er lýsingahönnuður á verkfræðistofunni Eflu og faðir þriggja barna. Sjúkdómurinn sem hann er haldinn lýsir sér þannig að nýrun hreinsa ekki blóðið og því fara öll óhreinindi aftur út í það í stað þess að nýrun losi sig við þau úr líkamanum. „Það er engin hreinsunarstarfsemi í gangi, nýrun hjá mér eru að virka 5 prósent á meðan þau eru að virka 100 prósent hjá heilbrigðum fullorðnum einstaklingi,“ segir Kristján. „Allar aðgerðir geta verið lífshættulegar, þannig að sá sem gefur nýrað er að leggja sig í vissa hættu. Ég veit ekki hverjar líkurnar á dauða eru nákvæmlega. Sá sem vill gefa nýrað fær sinn lækni og ráðleggingar og upplýsingar hjá lækni með það hvaða áhætta sé fólgin í því að gefa nýra,“ segir Kristján. „Þetta er meiri aðgerð fyrir þann sem gefur en þann sem þiggur.“ Sex manns hafa boðist til þess að gefa Kristjáni nýra en enginn þeirra er í sama blóðflokki og hann. „Það er algjör tilviljun að þeir sem standa mér næst eru ekki í sama blóðflokki og ég,“ segir Kristján, en hann er í blóðflokknum O plús. Kristján mætir í blóðhreinsun þrisvar sinnum í viku. Hann segir meðferðinageta tekið á en hún sé blessun og það sem heldur í honum lífinu. „Ég er þakklátur fyrir þetta meðferðarúrræði,“ segir Kritján. Meðferðin tekur fjóra klukkutíma í senn og við það bætist undirbúningur og annað. „Ætli þetta taki ekki svona fimm klukkutíma í heildina í hvert sinn.“ Hann segir það koma til greina að fá nýra úr látnum einstakling og hann er á biðlista eftir nýrum. Á honum hefur hann verið í tvö ár. „Það er engin leið að segja hversu langan tíma það getur tekið í viðbót, þess vegna einhver ár,“ segir Kristján. Hann hefur þegar fengið talsverð viðbrögð við beiðninni og vonar það besta. „Hvort ég sé vongóður? Ég hef bara ekki hugsað út í það, ég áttaði mig ekki á því að þetta færi svona víða þegar ég setti þetta inn á síðuna mína. En margir hafa nú deilt færslunni.“ Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Sjá meira
„Ertu til í að leggja líf þitt í hættu fyrir náunga þinn og gefa annað nýrað þitt?“ spyr Kristján Kristjánsson, 36 ára gamall maður á Facebook–síðu sinni, sem greindist með IGA nýrnamein fyrir 10 árum síðan. Kristján er lýsingahönnuður á verkfræðistofunni Eflu og faðir þriggja barna. Sjúkdómurinn sem hann er haldinn lýsir sér þannig að nýrun hreinsa ekki blóðið og því fara öll óhreinindi aftur út í það í stað þess að nýrun losi sig við þau úr líkamanum. „Það er engin hreinsunarstarfsemi í gangi, nýrun hjá mér eru að virka 5 prósent á meðan þau eru að virka 100 prósent hjá heilbrigðum fullorðnum einstaklingi,“ segir Kristján. „Allar aðgerðir geta verið lífshættulegar, þannig að sá sem gefur nýrað er að leggja sig í vissa hættu. Ég veit ekki hverjar líkurnar á dauða eru nákvæmlega. Sá sem vill gefa nýrað fær sinn lækni og ráðleggingar og upplýsingar hjá lækni með það hvaða áhætta sé fólgin í því að gefa nýra,“ segir Kristján. „Þetta er meiri aðgerð fyrir þann sem gefur en þann sem þiggur.“ Sex manns hafa boðist til þess að gefa Kristjáni nýra en enginn þeirra er í sama blóðflokki og hann. „Það er algjör tilviljun að þeir sem standa mér næst eru ekki í sama blóðflokki og ég,“ segir Kristján, en hann er í blóðflokknum O plús. Kristján mætir í blóðhreinsun þrisvar sinnum í viku. Hann segir meðferðinageta tekið á en hún sé blessun og það sem heldur í honum lífinu. „Ég er þakklátur fyrir þetta meðferðarúrræði,“ segir Kritján. Meðferðin tekur fjóra klukkutíma í senn og við það bætist undirbúningur og annað. „Ætli þetta taki ekki svona fimm klukkutíma í heildina í hvert sinn.“ Hann segir það koma til greina að fá nýra úr látnum einstakling og hann er á biðlista eftir nýrum. Á honum hefur hann verið í tvö ár. „Það er engin leið að segja hversu langan tíma það getur tekið í viðbót, þess vegna einhver ár,“ segir Kristján. Hann hefur þegar fengið talsverð viðbrögð við beiðninni og vonar það besta. „Hvort ég sé vongóður? Ég hef bara ekki hugsað út í það, ég áttaði mig ekki á því að þetta færi svona víða þegar ég setti þetta inn á síðuna mína. En margir hafa nú deilt færslunni.“
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Sjá meira