Innlent

Netfíkn og tölvunotkun barna

Baldvin Þormóðsson skrifar
Tölvunotkun barna og unglinga hefur aukist mikið á síðastliðnum árum.
Tölvunotkun barna og unglinga hefur aukist mikið á síðastliðnum árum. vísir/getty
Félag íslenskra uppeldis- og meðferðarúrræða fyrir börn og unglinga heldur sitt árlega málþing á morgun, föstudaginn 14. mars, í Turninum í Kópavogi.

Yfirskrift málþingsins er Tölvunotkun barna og unglinga: Tækifæri eða hættuspil. Í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í tilefni þingsins segir að í nútímasamfélagi sé tölvan orðin stór hluti af lífi barna og unglinga. Mikilvægt sé fyrir fagfólk jafnt sem foreldra að átta sig á þeim hættum sem og þeim tækifærum sem í því felist.

Fjallað verður um netfíkn, hvar skil raunheima og netheima liggi, Facebook og félagshæfni og rafræns uppeldis. Fagmenn á hverju sviði fyrir sig flytja erindi en málþingið er öllum opið, bæði fagfólki og foreldrum.

Nánari upplýsingar og dagskrá má finna á vefsíðu FÍUM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×