Innlent

Eggert Valur leiðir lista Samfylkingar í Árborg

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Samfylkingarfólkið í Árborg.
Samfylkingarfólkið í Árborg. Vísir/Aðsend
Framboðslisti Samfylkingarinnar í Árborg fyrir komandi sveitastjórnakosningar var samþykktur á fjölmennum félagsfundi í gærkvöldi.

Eggert Valur Guðmundsson leiðir listann en hann er annar tveggja fulltrúa Samfylkingarinnar í bæjarstjórn sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft meirihluta í á kjörtímabilinu sem senn er á enda. Hinn fulltrúinn, Arna Ír Gunnarsdóttir, skipar 2. sæti listans.

Listann skipa:

1. Eggert Valur Guðmundsson, sjálfstætt starfandi og bæjarfulltrúi, Tjarnarbyggð

2. Arna Ír Gunnarsdóttir, félagsráðgjafi og bæjarfulltrúi, Selfossi

3. Guðlaug Einarsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur, Eyrarbakka

4. Viktor Stefán Pálsson, lögfræðingur, Selfossi

5. Svava Júlía Jónsdóttir, ráðgjafi, Selfossi

6. Anton Örn Eggertsson, matreiðslumaður, Selfossi

7. Kristrún Helga Jóhannsdóttir, nemi, Selfossi

8. Jean-Rémi Chareyre, veitingamaður, Tjarnarbyggð

9. Sesselía Sigurðardóttir, garðyrkjufræðingur, Selfossi

10. Hörður Ásgeirsson, kennslustjóri, Selfossi

11. Steinunn Jónsdóttir, forstöðuþroskaþjálfi, Selfossi

12. Magnús Gísli Sveinsson, sundlaugarvörður, Selfossi

13. Kristín Sigurðardóttir, starfsmaður í leikskóla, Stokkseyri

14. Hermann Dan Másson, nemi, Selfossi

15. Frímann Baldursson, lögregluvarðstjóri, Selfossi

16. Drífa Eysteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Selfossi

17. Gestur Halldórsson, fyrrum staðarhaldari, Selfossi

18. Ragnheiður Hergeirsdóttir, f.v. bæjarstjóri, Tjarnarbyggð






Fleiri fréttir

Sjá meira


×