Árni spyr hvort Bjarna sé alvara Jón Júlíus Karlsson skrifar 15. mars 2014 21:12 Formaður Samfylkingarinnar segir tilgangslaust að kjósa um það í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort draga eigi umsókn Íslands að Evrópusambandinu tilbaka og spyr hvort að formanni Sjálfstæðisflokksins sé alvara.Flokkráðsfundur Samfylkingarinnar fór fram á Hótel Natura í dag og fór formaður flokksins nokkuð hörðum orðum um störf ríkisstjórnarinnar. Árni Páll sagði í ræðu sinni að ríkisstjórnin hyglaði þeim sem ríkastir eru, mismunaði atvinnugreinum og ynni gegn atvinnufrelsi. Bjarni Benediktson fjármálaráðherra sagði í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í gær að hugsanlegt væri að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka. Árni Páll spyr hvort fjármálaráðherra sé alvara. „Þjóðaratkvæðagreiðsla um þessa tillögu gengur ekki upp. Því þá er enginn valkostur á borðinu fyrir fólk. Fólk getur bara valið á milli þess að hætta við að halda áfram eða draga umsóknina til baka. Það sér það hver maður að þeir kostir ganga ekki upp,“ segir Árni Páll. „Það sem fólkinu var lofað var að það fengi að ákveða um framtíðina. Á að halda áfram eða ekki? Sá valkostur verður að vera í boði ef þjóðin er spurð.“ Árni Páll sagði í ræðu sinni í dag að óþol ríkti meðal íslendinga gagnvart hinnar gömlu íslensku stjónmálahefðar. Íslendingar láti nú í sér heyra þegar óánægja sé með störf ríkisstjórnarinnar. Þetta hafi forystumenn ríkisstjórnarinnar ekki áttað sig á og því hafi þeir magalent úti í mýri eins og formaður Samfylkingarinnar orðaði það í ræðu sinni. „Það er ekki umburðarlyndi fyrir yfirgangi. Ég held að þjóðin sé í grundvallaratriðum þeirrar skoðunar að hún sé betur til þess fallin að taka ákvörðun um eigin framtíð en Sigmundur eða Bjarni,“ sagði Árni Páll. Tengdar fréttir Spurningarnar skipta mestu máli Fjármálaráðherra segir koma til greina að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB mál. Meginmáli skipti hvaða spurningar yrði spurt. Sumir þingmenn telja að Bjarni hafi rétt fram sátthönd. Aðrir eru á öðru máli. 15. mars 2014 06:00 Árni Páll fór ófögrum orðum um ríkisstjórnina í ræðu sinni "Við komum nú saman undir kjörorðinu "sókn í þágu þjóðar“. Það minnir okkur á tvennt: Að kyrrstaða þýðir ósigur á okkar tímum og að það ræður úrslitum hvort sótt er í þágu þjóðar eða sérhagsmuna,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sem hélt í dag setningarræðu á flokksstjórnarfundi. 15. mars 2014 13:56 Þjóðaratkvæðagreiðsla fjármálaráðherra ekkert síðri svik Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, telur að þjóðaratkvæðagreiðsla um að slíta viðræðum við Evrópusambandið séu ekki síðri svik af hálfu Sjálfstæðisflokksins og ef engin atkvæðagreiðsla fari fram. Katrín segir fjármálaráðherra í leikjafræði og það sé henni ekki að skapi. 15. mars 2014 13:03 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir tilgangslaust að kjósa um það í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort draga eigi umsókn Íslands að Evrópusambandinu tilbaka og spyr hvort að formanni Sjálfstæðisflokksins sé alvara.Flokkráðsfundur Samfylkingarinnar fór fram á Hótel Natura í dag og fór formaður flokksins nokkuð hörðum orðum um störf ríkisstjórnarinnar. Árni Páll sagði í ræðu sinni að ríkisstjórnin hyglaði þeim sem ríkastir eru, mismunaði atvinnugreinum og ynni gegn atvinnufrelsi. Bjarni Benediktson fjármálaráðherra sagði í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í gær að hugsanlegt væri að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka. Árni Páll spyr hvort fjármálaráðherra sé alvara. „Þjóðaratkvæðagreiðsla um þessa tillögu gengur ekki upp. Því þá er enginn valkostur á borðinu fyrir fólk. Fólk getur bara valið á milli þess að hætta við að halda áfram eða draga umsóknina til baka. Það sér það hver maður að þeir kostir ganga ekki upp,“ segir Árni Páll. „Það sem fólkinu var lofað var að það fengi að ákveða um framtíðina. Á að halda áfram eða ekki? Sá valkostur verður að vera í boði ef þjóðin er spurð.“ Árni Páll sagði í ræðu sinni í dag að óþol ríkti meðal íslendinga gagnvart hinnar gömlu íslensku stjónmálahefðar. Íslendingar láti nú í sér heyra þegar óánægja sé með störf ríkisstjórnarinnar. Þetta hafi forystumenn ríkisstjórnarinnar ekki áttað sig á og því hafi þeir magalent úti í mýri eins og formaður Samfylkingarinnar orðaði það í ræðu sinni. „Það er ekki umburðarlyndi fyrir yfirgangi. Ég held að þjóðin sé í grundvallaratriðum þeirrar skoðunar að hún sé betur til þess fallin að taka ákvörðun um eigin framtíð en Sigmundur eða Bjarni,“ sagði Árni Páll.
Tengdar fréttir Spurningarnar skipta mestu máli Fjármálaráðherra segir koma til greina að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB mál. Meginmáli skipti hvaða spurningar yrði spurt. Sumir þingmenn telja að Bjarni hafi rétt fram sátthönd. Aðrir eru á öðru máli. 15. mars 2014 06:00 Árni Páll fór ófögrum orðum um ríkisstjórnina í ræðu sinni "Við komum nú saman undir kjörorðinu "sókn í þágu þjóðar“. Það minnir okkur á tvennt: Að kyrrstaða þýðir ósigur á okkar tímum og að það ræður úrslitum hvort sótt er í þágu þjóðar eða sérhagsmuna,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sem hélt í dag setningarræðu á flokksstjórnarfundi. 15. mars 2014 13:56 Þjóðaratkvæðagreiðsla fjármálaráðherra ekkert síðri svik Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, telur að þjóðaratkvæðagreiðsla um að slíta viðræðum við Evrópusambandið séu ekki síðri svik af hálfu Sjálfstæðisflokksins og ef engin atkvæðagreiðsla fari fram. Katrín segir fjármálaráðherra í leikjafræði og það sé henni ekki að skapi. 15. mars 2014 13:03 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Sjá meira
Spurningarnar skipta mestu máli Fjármálaráðherra segir koma til greina að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB mál. Meginmáli skipti hvaða spurningar yrði spurt. Sumir þingmenn telja að Bjarni hafi rétt fram sátthönd. Aðrir eru á öðru máli. 15. mars 2014 06:00
Árni Páll fór ófögrum orðum um ríkisstjórnina í ræðu sinni "Við komum nú saman undir kjörorðinu "sókn í þágu þjóðar“. Það minnir okkur á tvennt: Að kyrrstaða þýðir ósigur á okkar tímum og að það ræður úrslitum hvort sótt er í þágu þjóðar eða sérhagsmuna,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sem hélt í dag setningarræðu á flokksstjórnarfundi. 15. mars 2014 13:56
Þjóðaratkvæðagreiðsla fjármálaráðherra ekkert síðri svik Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, telur að þjóðaratkvæðagreiðsla um að slíta viðræðum við Evrópusambandið séu ekki síðri svik af hálfu Sjálfstæðisflokksins og ef engin atkvæðagreiðsla fari fram. Katrín segir fjármálaráðherra í leikjafræði og það sé henni ekki að skapi. 15. mars 2014 13:03