Innlent

Lögregluþjónninn sameinar samskiptamiðlana

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
VÍSIR/VALLI
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið út nýtt snjalltækjaforrit sem hún kallar Lögregluþjóninn. Á Lögregluþjóninum verður hægt að sjá alla samfélagsmiðla sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu heldur úti á einum stað.

Forritið er fyrir þá sem vilja fylgjast með störfum lögreglunnar á einum stað. Þar er hægt að fylgjast með Facebook-síðu lögreglunnar, Twitter og Pinterest-síðu sem var opnuð í janúar á þessu ári. Sú síða var sett upp til þess að einfalda fólki að finna hluti sem það hefur týnt og lögreglan hefur undir höndum.

Lögreglan getur einnig sent út þrýsti-skilaboð (e. push notification) sem berast til notenda forritsins í neyðartilvikum.

Hægt er að ná í Lögregluþjóninn á Android og Apple snjalltæki á viðeigandi stöðum, Google Play store eða App Store.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×