ASÍ vill dönsku leiðina alla leið Heimir Már Pétursson skrifar 19. mars 2014 12:40 Í skýrslu KPMG og Analytica til félagsmálaráðherra er lagt til að danska leiðin verði farin á almennum húnsæðismarkaði. Forseti ASÍ vill líka fara danska leið í félagslega kerfinu. vísir/gva Forseti Alþýðusambandsins fagnar tillögum ráðgjafahóps til félagsmálaráðherra um að danska leiðin verði farin í húsnæðislánamálum. Hins vegar tekur hann ekki undir með að Íbúðalánasjóður hverfi alfarið af lánamarkaði og vill að danska leiðin verði einnig farin varðandi uppbyggingu félagslegs húsnæðis. Síðast liðið haust hóf Alþýðusamband Íslands umræður um nauðsyn á breytngum á húsnæðislánakerfinu og lagði til að farin yrði sama leið og Danir hafa stuðst við í langan tíma. Nú hafa KPMG og Analytica skilað félagsmálaráðherra skýrslu þar sem tekið er undir þessi sjónarmið. En lagt er til að Íbúðalánasjóður hætti starfsemi í núverandi mynd og skipt upp í tvo hluta, annars vegar sem sæi um vörslu þegar veittra lána og innheimtu þeirra og svo hluta sem hefði með stefnumörkun stjórnvalda að gera varðandi félagslegan þátt húsnæðismála. Sett verði lög um sérstök húsnæðislánafélög sem gætu starfað á vegum bankanna og annarra lánastofnana sem hefðu það eina hlutverk að lána til húsnæðiskaupa. Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambandsins er ánægður með að í skýrslunni sé tekið undir með ASÍ um að fara dönsku leiðina. „Ég er alveg viss um það, horfandi á reynslu Dana undanfarin 220 ár, þá hefur einmitt fyrirkomulag húsnæðislánanna tryggt meiri stöðugleika á þeim markaði. Það ætti þá að gera það að verkum líka að lánskjörin verði betri en ella,“ segir forseti ASÍ. Hins vegar ættu menn ekki að blekkja sig á því að vaxtakjör ráðist ekki eingöngu af lánakerfinu heldur einnig af gjaldmiðlinum. „Þannig að ég á ekki von á því að lánakerfið sem slíkt geti sniðið alla skáanka íslensku krónunnar af. Menn skulu vera raunsæir hvað það varðar,“ segir Gylfi. Forseti ASÍ tekur aftur á móti ekki undir með að Íbúðalánasjóður hverfi alfarið af íbúðalánamarkaðnum þótt danska leiðin verði farin með stofnun húsnæðislánafélaga og þótt til verði húsnæðisstofnun sem fjalli um húsnæðisstefnu stjórnvalda m.a. hvað varðar félagslega kerfið. „Okkar tillögur voru að aðrar eignir Íbúðalánasjóðs, húsbréf og aðrar eignir sem eru uppgreiðanlegar í sjálfu sér, verði settar í sérstakt hlutafélag. Það verði eitt af þessum fjórum fimm húsnæðislánafélögum sem starfi á almennum markaði í eigu ríkisins," segi“ Gylfi. Þá vill Gylfi að gengið sé lengra hvað félagslegt húsnæði varðar. Í skýrslunni er lagt til að ríkið greiði fjórðung byggingarkostnaðar slíks húsnæðis, en Gylfi vill að danska leiðin verði einnig farin þar, sem felur í sér niðurgreiðslu vaxta á lánum félagslegra húsnæðisfélaga um t.d 35 prósent. Þannig sé hægt að byggja fleiri félagslegar íbúðir. „Það er það sem Danir hafa gert. Svo þegar búið er að borga lánið halda íbúarnir áfram að borga leigu en þá er sú leiga til ráðstöfunar til að standa að frekari byggingu. Þannig að Danir hafa í rúmlega mannsaldur byggt upp mikinn félagsauð þannig að kerfið stendur undir sjálfu sér,“ segir Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Forseti Alþýðusambandsins fagnar tillögum ráðgjafahóps til félagsmálaráðherra um að danska leiðin verði farin í húsnæðislánamálum. Hins vegar tekur hann ekki undir með að Íbúðalánasjóður hverfi alfarið af lánamarkaði og vill að danska leiðin verði einnig farin varðandi uppbyggingu félagslegs húsnæðis. Síðast liðið haust hóf Alþýðusamband Íslands umræður um nauðsyn á breytngum á húsnæðislánakerfinu og lagði til að farin yrði sama leið og Danir hafa stuðst við í langan tíma. Nú hafa KPMG og Analytica skilað félagsmálaráðherra skýrslu þar sem tekið er undir þessi sjónarmið. En lagt er til að Íbúðalánasjóður hætti starfsemi í núverandi mynd og skipt upp í tvo hluta, annars vegar sem sæi um vörslu þegar veittra lána og innheimtu þeirra og svo hluta sem hefði með stefnumörkun stjórnvalda að gera varðandi félagslegan þátt húsnæðismála. Sett verði lög um sérstök húsnæðislánafélög sem gætu starfað á vegum bankanna og annarra lánastofnana sem hefðu það eina hlutverk að lána til húsnæðiskaupa. Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambandsins er ánægður með að í skýrslunni sé tekið undir með ASÍ um að fara dönsku leiðina. „Ég er alveg viss um það, horfandi á reynslu Dana undanfarin 220 ár, þá hefur einmitt fyrirkomulag húsnæðislánanna tryggt meiri stöðugleika á þeim markaði. Það ætti þá að gera það að verkum líka að lánskjörin verði betri en ella,“ segir forseti ASÍ. Hins vegar ættu menn ekki að blekkja sig á því að vaxtakjör ráðist ekki eingöngu af lánakerfinu heldur einnig af gjaldmiðlinum. „Þannig að ég á ekki von á því að lánakerfið sem slíkt geti sniðið alla skáanka íslensku krónunnar af. Menn skulu vera raunsæir hvað það varðar,“ segir Gylfi. Forseti ASÍ tekur aftur á móti ekki undir með að Íbúðalánasjóður hverfi alfarið af íbúðalánamarkaðnum þótt danska leiðin verði farin með stofnun húsnæðislánafélaga og þótt til verði húsnæðisstofnun sem fjalli um húsnæðisstefnu stjórnvalda m.a. hvað varðar félagslega kerfið. „Okkar tillögur voru að aðrar eignir Íbúðalánasjóðs, húsbréf og aðrar eignir sem eru uppgreiðanlegar í sjálfu sér, verði settar í sérstakt hlutafélag. Það verði eitt af þessum fjórum fimm húsnæðislánafélögum sem starfi á almennum markaði í eigu ríkisins," segi“ Gylfi. Þá vill Gylfi að gengið sé lengra hvað félagslegt húsnæði varðar. Í skýrslunni er lagt til að ríkið greiði fjórðung byggingarkostnaðar slíks húsnæðis, en Gylfi vill að danska leiðin verði einnig farin þar, sem felur í sér niðurgreiðslu vaxta á lánum félagslegra húsnæðisfélaga um t.d 35 prósent. Þannig sé hægt að byggja fleiri félagslegar íbúðir. „Það er það sem Danir hafa gert. Svo þegar búið er að borga lánið halda íbúarnir áfram að borga leigu en þá er sú leiga til ráðstöfunar til að standa að frekari byggingu. Þannig að Danir hafa í rúmlega mannsaldur byggt upp mikinn félagsauð þannig að kerfið stendur undir sjálfu sér,“ segir Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira