Innlent

Útgáfu Monitor hætt

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Vigdís Hauksdóttir prýddi næstsíðustu forsíðu Monitor, í bili að minnsta kosti.
Vigdís Hauksdóttir prýddi næstsíðustu forsíðu Monitor, í bili að minnsta kosti. Vísir/Stefán
Útgáfa tímaritsins Monitor, sem hefur fylgt Morgunblaðinu á fimmtudögum í fjögur ár, hefur verið hætt, tímabundið hið minnsta.

„Við ætlum að einbeita okkur að netinu, í billi allavega," segir Anna Marsibil Clausen, ritstjóri Monitor.

Fyrir ári síðan var Monitor-vefurinn settur á laggirnar og ætla yfirmenn tímaritsins að leggja áherslu á hann, fremur en blaðaútgáfuna.

Ritstjórn Monitor sendi frá sér eftirafarandi tilkynningu rétt í þessu. Þar kemur fram að hluti af ástæðunni sé verkfall framhaldsskólakennara, „enda dreifing á blaði í tóma skóla ekki líkleg til árangurs".






Fleiri fréttir

Sjá meira


×