Innlent

Ferðaveður víða vont

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Mikilvægt er að vera vakandi fyrir svellbungum.
Mikilvægt er að vera vakandi fyrir svellbungum.
Um og upp úr hádegi gengur vindur með snörpum hviðum niður á Kjalarnesi, undi Hafnarfjalli og sunnan undir Snæfellsnesi.

Eins lægir og rofar til víða norðan og norðvestanlands frá og með miðjum degi.

Norðantil á Vestfjörðum er hins vegar útlit fyrir nokkuð ákafa ofanhríð meira og minna í allan dag og býst veðurstofan við stormi norðvestan til á landinu fram eftir kvöldi.

Greiðfært er að mestu á Suðurlandi.



Ófært er á Fróðárheiði en annars hálka eða hálkublettir á flestum leiðum á Vesturlandi.



Snjóþekja er á Vatnaleiði, þæfingur og stórhríð er á Svínadal og ekkert ferðaveður.

Hálka og skafrenningur er á Bröttubrekku og Holtavörðuheiði.

Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vara vegfarendur við umferð hreindýra á Austur- og Suðausturlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×