Áætlun um afnám gjaldeyrishafta verður ekki birt Heimir Már Pétursson skrifar 20. febrúar 2014 13:06 Forsætisráðherra segir það ekki þjóna hagsmunum Íslands að áætlun um afnám gjaldeyrishafta verði birt eða greint frá því hvenær höftin eiga að hverfa. vísir/pjetur/stefán Forsætisráðherra segir að áætlun um afnám gjaldeyrishafta verði ekki birt opinberlega, enda þjóni það ekki hagsmunum Íslands. Þá verði heldur ekki greint frá því hvenær gjaldeyrishöftin verði afnumin.Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna spurði Sigmund Davið Gunnlaugsson forsætisráðherra út í áætlun um afnám gjaldeyrishafta í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun og vitnaði til orða ráðherrans í þeim efnum frá síðasta vori. „Og hæstvirtur forsætisráðherra hafði nokkur hreystileg ummmæli um það að ríkisstjórnin hyggðist hraða afnámi gjaldeyrishafta og boðaði að ný áætlun um afnám hafta myndi liggja fyrir í september á því ári, þ.e.a.s. í september síðast liðnum,“ sagði Steingrímur. Bloomberg fréttastofan hafi haft eftir forsætisráðherra að það myndi ekki taka langan tíma að klára þetta verk. „Og reyndar kom fram í sömu frétt að áætlunin myndi m.a. byggjast á persónulegum hugmyndum hæstvirts forsætisráðherra um það hvernig yrði í þetta farið,“ sagði Steingrímur. Forsætisráðherra segir Bloomberg ekki hafa haft rétt eftir honum. „Til dæmis varðandi það að afnámsáætlun ætti að byggjast á , eins og háttvirtur þingmaður orðaði það, að einhverju leiti á hugmyndum mínum. Hið rétta var að ég sagðist hafa einhverja hugmynd um hvernig slík afnámsáætlun myndi líklega líta út,“ sagði Sigmundur Davíð. Þá sagði forsætisráðherra að áætlun stjórnvalda um afnám gjaldeyrishaft verði sennilega ekki birt opinberlega. „Það þjónar ekki tilganginum að gera þá áætlun sem stjórnvöld hafa um afnám hafta opinbera. Gæti raunar miklu frekar þjónað hagsmunum vogunarsjóða og annara kröfuhafa til dæmis í slitabú bankanna. Svo það er ekki við því að búast að stjórnvöld muni útlista nákvæmlega hvernig þau sjá fyrir sér og hvenær að höftin verði afnumin,“ segir forsætisráðherra. „Það ríður ekki við einteyming óheppni hæstvirts forsætisráðherra í samskiptum við blaðamenn, af því að svörin eru eiginlega ævinlega þau að ekki hafi verið rétt eftir honum haft. Það er nokkur vandi, sagði Steingrímur J. Sigfússon og sagðist þá telja eðlilegt að gildandi áætlun um afnám gjaldeyrishafta yrði þá afnumin, þar sem Seðlabanki og fleiri ynnu eftir henni. ... sagði Steingrímur J. Sigfússon. Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Sjá meira
Forsætisráðherra segir að áætlun um afnám gjaldeyrishafta verði ekki birt opinberlega, enda þjóni það ekki hagsmunum Íslands. Þá verði heldur ekki greint frá því hvenær gjaldeyrishöftin verði afnumin.Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna spurði Sigmund Davið Gunnlaugsson forsætisráðherra út í áætlun um afnám gjaldeyrishafta í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun og vitnaði til orða ráðherrans í þeim efnum frá síðasta vori. „Og hæstvirtur forsætisráðherra hafði nokkur hreystileg ummmæli um það að ríkisstjórnin hyggðist hraða afnámi gjaldeyrishafta og boðaði að ný áætlun um afnám hafta myndi liggja fyrir í september á því ári, þ.e.a.s. í september síðast liðnum,“ sagði Steingrímur. Bloomberg fréttastofan hafi haft eftir forsætisráðherra að það myndi ekki taka langan tíma að klára þetta verk. „Og reyndar kom fram í sömu frétt að áætlunin myndi m.a. byggjast á persónulegum hugmyndum hæstvirts forsætisráðherra um það hvernig yrði í þetta farið,“ sagði Steingrímur. Forsætisráðherra segir Bloomberg ekki hafa haft rétt eftir honum. „Til dæmis varðandi það að afnámsáætlun ætti að byggjast á , eins og háttvirtur þingmaður orðaði það, að einhverju leiti á hugmyndum mínum. Hið rétta var að ég sagðist hafa einhverja hugmynd um hvernig slík afnámsáætlun myndi líklega líta út,“ sagði Sigmundur Davíð. Þá sagði forsætisráðherra að áætlun stjórnvalda um afnám gjaldeyrishaft verði sennilega ekki birt opinberlega. „Það þjónar ekki tilganginum að gera þá áætlun sem stjórnvöld hafa um afnám hafta opinbera. Gæti raunar miklu frekar þjónað hagsmunum vogunarsjóða og annara kröfuhafa til dæmis í slitabú bankanna. Svo það er ekki við því að búast að stjórnvöld muni útlista nákvæmlega hvernig þau sjá fyrir sér og hvenær að höftin verði afnumin,“ segir forsætisráðherra. „Það ríður ekki við einteyming óheppni hæstvirts forsætisráðherra í samskiptum við blaðamenn, af því að svörin eru eiginlega ævinlega þau að ekki hafi verið rétt eftir honum haft. Það er nokkur vandi, sagði Steingrímur J. Sigfússon og sagðist þá telja eðlilegt að gildandi áætlun um afnám gjaldeyrishafta yrði þá afnumin, þar sem Seðlabanki og fleiri ynnu eftir henni. ... sagði Steingrímur J. Sigfússon.
Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Sjá meira