Ferðamenn sólgnir í einstakan miðbæ Reykjavíkur Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 20. febrúar 2014 20:03 Um tíma óttuðust menn að verslun myndi hreinlega leggjast af á helstu verslunargötum borgarinnar en sú varð ekki raunin. Þvert á móti blómstra minni verslanir þar sem áhersla er lögð á íslenska hönnun, framtak og sköpunargleði. Þannig leggja verslunarmenn áherslu á hugtök eins og upplifun og hreinleika, einmitt orð sem við tengjum við vinsæla ferðamannastaði á borð við Gullfoss og Geysi. Það gleymist stundum að miðborg Reykjavíkur er vinsælasti ferðamannastaður landsins. Aukning ferðamanna hefur kallað á miklar áherslubreytingar hjá verslunarmönnum. Það er til marks um þessa einstöku þróun að 46 þúsund ferðamenn fóru frá landi í janúar síðastliðnum. „Við getum sagt við útlendinga að varan ekkert er framleidd „in house“ og þeim þykir mikið til þess koma og finnst magnað að þeir séu virkilega að ræða við sjálfan listamanninn,“ segir Ófeigur Björnsson, gullsmiður. „Svoleiðis er ekki auðfundið í þessum stóra heimi.Ferðamenn í Reykjavík.VÍSIR/VILHELMBolli, gullsmiður og sonur Ófeigs, segir verslunarþyrpinguna í Reykjavík einstaka á heimsvísu. Hvergi sé að finna jafn lifandi umhverfi verslunar og þjónustu. Njarðarskjöldur og Freyjusómi eru árleg verðlaun sem afhent eru verslunum fyrir góða þjónustu og ferskan andblæ í ferðaþjónustu. Ófeigur gullsmiður hlaut Freyjusómann að þessu sinni. Í þessari rótgrónu verslun á Skólavörðustíg hefur Ófeigur og fjölskylda hans staðið að og skipulagt fjölmarga atburði sem laða að bæði íslendinga og ferðamenn. Annar reynslubolti fær síðan Njarðarskjöldinn fyrir góðan söluárangur til erlendra ferðamanna. Gilbert úrsmiður, já og geimfari, rekur einu úraverksmiðju landsins á nokkrum fermetrum á Laugavegi.Gilbert úrsmiður.VÍSIR/GVA„Það kom einn hérna um daginn sem sagðist eiga hundrað úr en aldrei hafa hitt úrsmið. Hann bað um að taka í höndina á mér,“ segir Gilbert Ó Guðjónsson. „Ég sagði honum að kíkja inn á verkstæði, þar var strákurinn minn að setja saman íslenskt úr. Það gerði þetta meira spennandi.“ „Náttúran hefur sín þolmörk en hér eru þolmörkin félagslega,“ segir Einar Bárðarson, forstöðumaður Höfuðborgarskrifstofu. „Þetta eru samfélagsleg þolmörk. En ég held að það sé enn svigrúm utan háannar. Þetta litar okkar samfélag litríkum og skemmtilegum litum.“ Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Um tíma óttuðust menn að verslun myndi hreinlega leggjast af á helstu verslunargötum borgarinnar en sú varð ekki raunin. Þvert á móti blómstra minni verslanir þar sem áhersla er lögð á íslenska hönnun, framtak og sköpunargleði. Þannig leggja verslunarmenn áherslu á hugtök eins og upplifun og hreinleika, einmitt orð sem við tengjum við vinsæla ferðamannastaði á borð við Gullfoss og Geysi. Það gleymist stundum að miðborg Reykjavíkur er vinsælasti ferðamannastaður landsins. Aukning ferðamanna hefur kallað á miklar áherslubreytingar hjá verslunarmönnum. Það er til marks um þessa einstöku þróun að 46 þúsund ferðamenn fóru frá landi í janúar síðastliðnum. „Við getum sagt við útlendinga að varan ekkert er framleidd „in house“ og þeim þykir mikið til þess koma og finnst magnað að þeir séu virkilega að ræða við sjálfan listamanninn,“ segir Ófeigur Björnsson, gullsmiður. „Svoleiðis er ekki auðfundið í þessum stóra heimi.Ferðamenn í Reykjavík.VÍSIR/VILHELMBolli, gullsmiður og sonur Ófeigs, segir verslunarþyrpinguna í Reykjavík einstaka á heimsvísu. Hvergi sé að finna jafn lifandi umhverfi verslunar og þjónustu. Njarðarskjöldur og Freyjusómi eru árleg verðlaun sem afhent eru verslunum fyrir góða þjónustu og ferskan andblæ í ferðaþjónustu. Ófeigur gullsmiður hlaut Freyjusómann að þessu sinni. Í þessari rótgrónu verslun á Skólavörðustíg hefur Ófeigur og fjölskylda hans staðið að og skipulagt fjölmarga atburði sem laða að bæði íslendinga og ferðamenn. Annar reynslubolti fær síðan Njarðarskjöldinn fyrir góðan söluárangur til erlendra ferðamanna. Gilbert úrsmiður, já og geimfari, rekur einu úraverksmiðju landsins á nokkrum fermetrum á Laugavegi.Gilbert úrsmiður.VÍSIR/GVA„Það kom einn hérna um daginn sem sagðist eiga hundrað úr en aldrei hafa hitt úrsmið. Hann bað um að taka í höndina á mér,“ segir Gilbert Ó Guðjónsson. „Ég sagði honum að kíkja inn á verkstæði, þar var strákurinn minn að setja saman íslenskt úr. Það gerði þetta meira spennandi.“ „Náttúran hefur sín þolmörk en hér eru þolmörkin félagslega,“ segir Einar Bárðarson, forstöðumaður Höfuðborgarskrifstofu. „Þetta eru samfélagsleg þolmörk. En ég held að það sé enn svigrúm utan háannar. Þetta litar okkar samfélag litríkum og skemmtilegum litum.“
Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira