Fráleitt að flytja pólitískan ágreining inn í Seðlabankann Heimir Már Pétursson skrifar 21. febrúar 2014 20:32 Formaður Samfylkingarinnar segir fráleitt að endurvekja það ástand að pólitískur ágreiningur sé fluttur inn í Seðlabankann. Formaður Vinstri grænna hefur óskað eftir umræðum á Alþingi um framtíð Seðlabankans og vonar að faglegri skipan bankastjóra verði ekki fórnað við breytingar á bankanum. Fjármálaráðherra gagnrýnir hvernig staðið var að breytingum á Seðlabankanum í tíð fyrri ríkisstjórnar árið 2009, sem gerðar hafi verið án samráðs við stjórnarandstöðu. En þær breytingar leiddu m.a. til þess að Davíð Oddsson hvarf úr stóli seðlabankastjóra. Formaður Vinstri grænna segir að lögin árið 2009 hafi verið sett á miklum umbrotatímum. „Þá voru t.a.m. settar í lög kröfur um ákveðna faglega hæfni seðlabankastjóra. Við vitum ekki nákvæmlega í hverju breytingarnar sem eru boðaðar felast. En ég ætla að vona að þær feli ekki í sér að það verði horfið frá þeim faglegu kröfum sem þá voru settar. Sá seðlabankastjóri sem nú er, og aðstoðarseðlabankastjóri, voru ráðnir eftir slíkt ferli þar sem þeir voru hreinlega metnir hæfastir,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. „En þetta kemur hins vegar mjög illilega í kjölfarið á hnífilyrðum forsætisráðherra í garð Seðlabankans í síðustu viku. Það auðvitað vekur manni áhyggjur af því hvað raunverulega stendur til að gera. En það það er alveg ljóst af hálfu forsætisráðherra að það er enginn áhugi á því að standa vörð um sjálfstæðan Seðlabanka,“ segir Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar. „Ég hef nú óskað eftir sérstakri umræðu við fjármála- og efnahagsráðherra um það hver hans sýn er í þessum málum. En það að staða seðlabankastjóra sé auglýst núna nokkrum dögum eftir að forsætisráðherra lætur mjög þung orð falla í garð seðlabankans og yfirstjórnar hans - auðvitað hefur maður áhyggjur hvort þetta geti verið einhver undirbúningur að aðgerðum sem ógni sjálfstæði Seðlabankans,“ segir Katrín. „Við erum andvíg því að flytja pólitískan ágreining inn í Seðlabankann og erum andvíg því að gera Seðlabankann að tæki í pólitískum leik. Það er vont fyrir þjóðina, það hefur verið skaðlegt fyrir þjóðina hingað til og það er algerlega fráleitt að endurvekja það,“ segir Árni Páll. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir fráleitt að endurvekja það ástand að pólitískur ágreiningur sé fluttur inn í Seðlabankann. Formaður Vinstri grænna hefur óskað eftir umræðum á Alþingi um framtíð Seðlabankans og vonar að faglegri skipan bankastjóra verði ekki fórnað við breytingar á bankanum. Fjármálaráðherra gagnrýnir hvernig staðið var að breytingum á Seðlabankanum í tíð fyrri ríkisstjórnar árið 2009, sem gerðar hafi verið án samráðs við stjórnarandstöðu. En þær breytingar leiddu m.a. til þess að Davíð Oddsson hvarf úr stóli seðlabankastjóra. Formaður Vinstri grænna segir að lögin árið 2009 hafi verið sett á miklum umbrotatímum. „Þá voru t.a.m. settar í lög kröfur um ákveðna faglega hæfni seðlabankastjóra. Við vitum ekki nákvæmlega í hverju breytingarnar sem eru boðaðar felast. En ég ætla að vona að þær feli ekki í sér að það verði horfið frá þeim faglegu kröfum sem þá voru settar. Sá seðlabankastjóri sem nú er, og aðstoðarseðlabankastjóri, voru ráðnir eftir slíkt ferli þar sem þeir voru hreinlega metnir hæfastir,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. „En þetta kemur hins vegar mjög illilega í kjölfarið á hnífilyrðum forsætisráðherra í garð Seðlabankans í síðustu viku. Það auðvitað vekur manni áhyggjur af því hvað raunverulega stendur til að gera. En það það er alveg ljóst af hálfu forsætisráðherra að það er enginn áhugi á því að standa vörð um sjálfstæðan Seðlabanka,“ segir Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar. „Ég hef nú óskað eftir sérstakri umræðu við fjármála- og efnahagsráðherra um það hver hans sýn er í þessum málum. En það að staða seðlabankastjóra sé auglýst núna nokkrum dögum eftir að forsætisráðherra lætur mjög þung orð falla í garð seðlabankans og yfirstjórnar hans - auðvitað hefur maður áhyggjur hvort þetta geti verið einhver undirbúningur að aðgerðum sem ógni sjálfstæði Seðlabankans,“ segir Katrín. „Við erum andvíg því að flytja pólitískan ágreining inn í Seðlabankann og erum andvíg því að gera Seðlabankann að tæki í pólitískum leik. Það er vont fyrir þjóðina, það hefur verið skaðlegt fyrir þjóðina hingað til og það er algerlega fráleitt að endurvekja það,“ segir Árni Páll.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira