Fótbolti

Aron Bjarki með sigurmark KR | Djúpmenn náðu stigi af Blikum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Almarr skoraði fyrra mark KR í dag.
Almarr skoraði fyrra mark KR í dag. Vísir/Pjetur

KR vann sinn fyrsta sigur í riðli 1 í A-deild Lengjubikarsins í fótbolta í dag þegar liðið lagði Keflavík í Reykjaneshöllinni, 2-1.

Almarr Ormarsson, sem gekk í raðir KR frá Fram í haust, kom gestunum yfir strax á fyrstu mínútu leiksins en Jóhann B. Guðmundsson jafnaði leikinn á annarri mínútu. Alvöru byrjun á fótboltaleik.

Ekki var meira skorað fyrr en í uppbótartíma leiksins en þá skoraði Aron Bjarki Jósepsson sigurmark KR, 2-1, með skoti úr teignum eftir hornspyrnu.

KR er með þrjú stig eftir sigurinn eins og Keflavík en Blikar eru á toppnum með fjögur stig eftir að gera jafntefli gegn BÍ/Bolungarvík, 1-1, í Kórnum í morgun.

Markahrókurinn Árni Vilhjálmsson kom Breiðabliki yfir á 20. mínútu en Björgvin Stefánsson jafnaði metin, 1-1, á þeirri 65. og þar við sat. Gott stig hjá Djúpmönnum í Kópavogi og jafnframt þeirra fyrsta í riðlinum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.