Sport

Þrefalt hjá Rússum í síðustu göngunni | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Heimamenn frá Rússlandi tóku sig til og unnu þrefalt í 50km skíðagöngu karla á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í dag en það er jafnframt síðasta síðasta ganga leikanna og ein síðasta greinin sem keppt er í.

AlexanderLeckov, MaximVylegzhanin og IliaCherniusov háðu mikinn endasprett við Norðmanninn MartinJohnsrudSundby og fór svo að sá norski kom fjórði í mark.

Leckov kom fyrstur í mark á 1:46:55,2 klukkustundum og þeir Vylegzhanin og Cherniusov hársbreidd á eftir. Aðeins munaði 1/100 á silfurverðlaunahafanum Vylegzhani og Cherniusov sem hirti bronsið.

Sundby fer því heim með „aðeins“ eitt brons en hann átti að vera ein helsta stjarna Norðmanna á leikunum. Það er nokkuð ljóst að móðir hans hefur ekki verið ánægð með hann í dag frekar en aðra daga í Sotsjí.

Rússar eru langefstir í verðlaunatöflunni með 32 verðlaun, fimm fleiri en Bandaríkjamenn. Rússar hafa unnið flest gull eða tólf talsins, flest silfur eða ellefu talsins og níu brons.

Tveimur greinum er ólokið í Sotsjí. Keppni á fjögurra manna bobsleðum stendur nú yfir og þá fer úrslitaleikurinn í íshokkí á milli Svíþjóðar og Kanada fram í hádeginu.

Endaspretturinn var svakalegur.Vísir/Getty

Tengdar fréttir

Bein útsending frá ÓL 2014 | Dagur 16

Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en sextándi og síðasti keppnisdagur leikanna er í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×