Fótbolti

Ajax ekki í vandræðum með AZ Alkmaar

Aron Jóhannsson
Aron Jóhannsson Vísir/Getty
Kolbeinn Sigþórsson, framherji Ajax kom inná í stórsigri gegn AZ Alkmaar í hollenska boltanum í dag. Með sigrinum er Ajax komið með sex stiga forskot á toppi hollensku úrvalsdeildarinnar.

Kolbeinn Sigþórsson og Jóhann Berg Guðmundsson byrjuðu á varamannabekknum í dag en Aron Jóhannsson byrjaði í fremstu víglínu hjá AZ Alkmaar.

Ajax steinlá í vikunni gegn Red Bull Salzburg í Evrópudeildinni á heimavelli 3-0 en það var allt annað upp á teningunum í dag. Siem de Jong skoraði fyrsta mark Ajax á fjórðu mínútu og fóru liðin inn í leikhlé í stöðunni 1-0.

Það tók Ajax rúmlega korter að gera út um leikinn í seinni hálfleik, Lerin Duarte og Ricardo Kishna skoruðu og komu Ajax í 3-0 áður en Duerte gerði endanlega út um leikinn með sínu öðru marki um miðbik seinni hálfleiks.

Hvorugu liðinu tókst að skora eftir það og lauk leiknum með öruggum sigri Ajax 4-0. Ajax hefur unnið ellefu af síðustu þrettán leikjum sínum í hollensku deildinni og stefnir hraðbyri að fjórða meistaratitlinum í röð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×