„Hann hótaði að drepa mig“ Vísir skrifar 24. febrúar 2014 19:12 Ewa segist hafa fengið nálgunarbann á manninn sem ekki hafi verið virt. visir/magnúshlynur/aðsendar Barnsmóðir manns sem situr nú í gæsluvarðhaldi vegna gruns um íkveikju á Selfossi í fyrradag segir hann hafa verið fyrir utan íbúð sína nóttina áður en kviknaði í. Hún segist hafa fengið nálgunarbann á hann sem ekki hafi verið virt. „Það er búið að vera vesen síðan 2012, þegar hann réðist á mig fyrst,“ segir Ewa Bjarnadóttir, en hún var búsett í íbúðinni sem brann, ásamt þriggja ára syni sínum og meðleig janda. „Þá fékk ég nálgunarbann á hann í tvo mánuði en svo heimskaðist ég til að byrja með honum aftur,“ segir Ewa í samtali við Vísi. Það var íbúi á efri hæð hússins, sem er við Birkivelli, sem vaknaði við sprengingu og hafði í kjölfarið samband við slökkvilið. Ekki urðu slys á fólki, enda var enginn í íbúðinni, en mikið eignatjón varð, bæði af völdum elds og reyks. Íbúðin við Birkivelli er gjörónýt eftir brunann.mynd/aðsend „Hann kúgaði mig allan tímann og á endanum henti ég honum út,“ segir Ewa. „Þá hótaði hann að drepa mig. Hann er snargeðveikur. Annað hvort elskar hann mig út af lífinu eða þá að ég er hóra og drusla og ömurleg manneskja. Ég er búin að þurfa að eiga við þetta síðan síðasta sumar. Núna í janúar snappaði hann og réðist á mig. Þá fékk ég tólf mánaða nálgunarbann á hann og hann hefur ekki látið mig í friði. Hann var einmitt fyrir utan íbúðina mína nóttina áður en kveikt var í.“ Ewa segist hafa haft samband við lögreglu sem hafi sagt henni að vera annars staðar. „Ég fór út úr íbúðinni og svo bara þremur tímum seinna hringdi löggan og sagði mér að það væri kviknað í.“ Maðurinn var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til miðvikudagsins 5. mars en rannsókn málsins stendur nú yfir. Lögreglan biður alla þá sem telja sig hafa upplýsingar sem varða málið að hafa samband í síma 480 1010. Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Barnsmóðir manns sem situr nú í gæsluvarðhaldi vegna gruns um íkveikju á Selfossi í fyrradag segir hann hafa verið fyrir utan íbúð sína nóttina áður en kviknaði í. Hún segist hafa fengið nálgunarbann á hann sem ekki hafi verið virt. „Það er búið að vera vesen síðan 2012, þegar hann réðist á mig fyrst,“ segir Ewa Bjarnadóttir, en hún var búsett í íbúðinni sem brann, ásamt þriggja ára syni sínum og meðleig janda. „Þá fékk ég nálgunarbann á hann í tvo mánuði en svo heimskaðist ég til að byrja með honum aftur,“ segir Ewa í samtali við Vísi. Það var íbúi á efri hæð hússins, sem er við Birkivelli, sem vaknaði við sprengingu og hafði í kjölfarið samband við slökkvilið. Ekki urðu slys á fólki, enda var enginn í íbúðinni, en mikið eignatjón varð, bæði af völdum elds og reyks. Íbúðin við Birkivelli er gjörónýt eftir brunann.mynd/aðsend „Hann kúgaði mig allan tímann og á endanum henti ég honum út,“ segir Ewa. „Þá hótaði hann að drepa mig. Hann er snargeðveikur. Annað hvort elskar hann mig út af lífinu eða þá að ég er hóra og drusla og ömurleg manneskja. Ég er búin að þurfa að eiga við þetta síðan síðasta sumar. Núna í janúar snappaði hann og réðist á mig. Þá fékk ég tólf mánaða nálgunarbann á hann og hann hefur ekki látið mig í friði. Hann var einmitt fyrir utan íbúðina mína nóttina áður en kveikt var í.“ Ewa segist hafa haft samband við lögreglu sem hafi sagt henni að vera annars staðar. „Ég fór út úr íbúðinni og svo bara þremur tímum seinna hringdi löggan og sagði mér að það væri kviknað í.“ Maðurinn var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til miðvikudagsins 5. mars en rannsókn málsins stendur nú yfir. Lögreglan biður alla þá sem telja sig hafa upplýsingar sem varða málið að hafa samband í síma 480 1010.
Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira