Þrengstu harðlínusjónarmið ráða för Heimir Már Pétursson skrifar 25. febrúar 2014 11:41 Þorsteinn Pálsson segir málamiðlunartillögu Sjálfstæðra Evrópusinna ekki setja neina athafnaskyldu á ríkisstjórnina. Sjónarmið mestu harðlínumanna innan flokksins ráði hins vegar för. vísir/vilhelm Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, segir rangt að pólitískur ómöguleiki sé í stöðunni í evrópumálum. Formaður Sjálfstæðisflokksins hafi hins vegar kosið að láta undan mestu harðlínumönnum í flokknum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins hefur sagt að það sé pólitískur ómöguleiki fyrir flokkinn að standa að aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Sjálfstæðir evrópumenn minna hins vegar á kosningaloforð formanns flokksins. Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður flokksins og forsætisráðherra segir engan pólitískan ómöguleika í stöðunni. „Í fyrsta lagi var náttúrlega alveg ljóst þegar loforðið var gefið að þessar aðstæður voru fyrir hendi. En það sem skiptir mestu máli í stöðunni eins og hún er í dag er að fundur Sjálfstæðra evrópumanna á föstudaginn var beindi tveimur erindum til þingflokks Sjálfstæðismanna,“ segir Þorsteinn. Annars vegar að endanlegri ákvörðunartöku stjórnvalda yrði frestað þar til skýrsla Alþjóðastofnunar Háskólans lægi fyrir og hins vegar að ef ríkisstjórnin ætlaði að slíta viðræðunum við Evrópusambandið yrði gildistaka þeirrar ákvörðunar háð niðurstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Og það liggur alveg fyrir að hér er um enn eina málamiðlun af okkar hálfu að ræða. Því fari svo að þjóðin felli tillöguna leggst ekki nein athafnaskylda á ríkisstjórnina,“ segir Þorsteinn. Slík niðurstaða myndi aðeins koma í veg fyrir að ríkisstjórnin gæti slitið viðræðunum. „En hún getur látið umsóknina liggja á ís og það er þess vegna algerlega út í hött að pólitískur ómöguleiki komi upp verði sú tillaga felld í þjóðaratkvæði,“ segir Þorsteinn Það bendi margt til að Bjarni hafi ekki lesið þessa málamiðlunartillögu sjálfstæðra evrópusinna, eda var hún ekki tekin fyrir á þingflokksfundi.Lýsir það að þínu mati forherðingu eða hörku í málinu? „Það er auðvitað ljóst að þessi tillaga um viðræðuslit er borin fram að kröfu mestu harðlínumanna í málinu,“ segir formaðurinn fyrrverandi. Tillaga sjálfstæðra evrópusinna setji enga athafnaskyldu á ríkisstjórnina varðandi viðræður. „Ég held að þegar um mál af þessu tagi er að ræða þar sem eru afar skiptar skoðanir sé afar óhyggilegt að láta þrengstu harðlínusjónarmið ráða för. Það sé skynsamlegra að hlusta á þá sem vilja einhverjar málamiðlanir og millileiðir,“ segir Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins. Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, segir rangt að pólitískur ómöguleiki sé í stöðunni í evrópumálum. Formaður Sjálfstæðisflokksins hafi hins vegar kosið að láta undan mestu harðlínumönnum í flokknum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins hefur sagt að það sé pólitískur ómöguleiki fyrir flokkinn að standa að aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Sjálfstæðir evrópumenn minna hins vegar á kosningaloforð formanns flokksins. Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður flokksins og forsætisráðherra segir engan pólitískan ómöguleika í stöðunni. „Í fyrsta lagi var náttúrlega alveg ljóst þegar loforðið var gefið að þessar aðstæður voru fyrir hendi. En það sem skiptir mestu máli í stöðunni eins og hún er í dag er að fundur Sjálfstæðra evrópumanna á föstudaginn var beindi tveimur erindum til þingflokks Sjálfstæðismanna,“ segir Þorsteinn. Annars vegar að endanlegri ákvörðunartöku stjórnvalda yrði frestað þar til skýrsla Alþjóðastofnunar Háskólans lægi fyrir og hins vegar að ef ríkisstjórnin ætlaði að slíta viðræðunum við Evrópusambandið yrði gildistaka þeirrar ákvörðunar háð niðurstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Og það liggur alveg fyrir að hér er um enn eina málamiðlun af okkar hálfu að ræða. Því fari svo að þjóðin felli tillöguna leggst ekki nein athafnaskylda á ríkisstjórnina,“ segir Þorsteinn. Slík niðurstaða myndi aðeins koma í veg fyrir að ríkisstjórnin gæti slitið viðræðunum. „En hún getur látið umsóknina liggja á ís og það er þess vegna algerlega út í hött að pólitískur ómöguleiki komi upp verði sú tillaga felld í þjóðaratkvæði,“ segir Þorsteinn Það bendi margt til að Bjarni hafi ekki lesið þessa málamiðlunartillögu sjálfstæðra evrópusinna, eda var hún ekki tekin fyrir á þingflokksfundi.Lýsir það að þínu mati forherðingu eða hörku í málinu? „Það er auðvitað ljóst að þessi tillaga um viðræðuslit er borin fram að kröfu mestu harðlínumanna í málinu,“ segir formaðurinn fyrrverandi. Tillaga sjálfstæðra evrópusinna setji enga athafnaskyldu á ríkisstjórnina varðandi viðræður. „Ég held að þegar um mál af þessu tagi er að ræða þar sem eru afar skiptar skoðanir sé afar óhyggilegt að láta þrengstu harðlínusjónarmið ráða för. Það sé skynsamlegra að hlusta á þá sem vilja einhverjar málamiðlanir og millileiðir,“ segir Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins.
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira