„Námsmenn á Íslandi eru ekki forréttindahópur, heldur lágstétt“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. febrúar 2014 15:15 Frá mótmælunum í dag. Mynd/Óttar Völundarson Allar námsmannahreyfingar á Íslandi, á framhalds- og háskólastigi, standa nú fyrir mótmælum á Austurvelli. „Við erum að hittast til þess að standa saman fyrir menntun komandi kynslóða og benda á að menntamál eru mál samfélagsins,“ segir María Rut Kristinsdóttir formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands en hún er ein þeirra sem stendur fyrir fundinum. Samstöðufundurinn er haldinn til þess að vekja athygli á bágum kjörum stúdenta. „Við erum að mótmæla þeim kjaraskerðingum sem eru yfirvofandi. Á morgun hittist stjórn LÍN þar sem örlög námsmanna verða ráðin. Það er búinn að vera niðurskurður í sex ár og það eru sex árum of mikið.“ Fulltrúi Stúdentahreyfingarinnar mun funda með LÍN á morgun en María segir nemendur ítrekað reynt að koma skilaboðum á framfæri til stjórnar LÍN. Kröfur Stúdentahreyfingarinnar eru meðal annars þær að frítekjumörk sem nú eru verði hækkuð í að minnsta kosti 940 þúsund krónur, en þau hafa ekki hækkað síðan árið 2009. „Þetta sýnir að námsmenn hafa tekið á sig gríðarlegar launaskerðingar síðustu ár.“Frá Austurvelli í dag.Mynd/Óttar VölundarsonEinnig er krafa gerð um hækkun á grunnframfærslu, sem nú eru 144 þúsund krónur á mánuði og ekki í takt við neysluviðmið. Þá er gerð krafa um að námsvindukröfur LÍN verði afturkallaðar, en til stendur að hækka einingarnar úr 18 í 22. „Þetta fer þvert gegn því hvernig Háskóli Íslands starfar og hefur yfirstjórn HÍ sent þeim bréf þess efnis að þetta samræmist ekki kerfi skólans.“ María segir námsmenn á Íslandi ekki forréttindahóp, heldur lágstétt, sem hefur þurft að þola síendurteknar skerðingar og segir því mikilvægt að sem flestir mæti. Hún segir að fjárfesting í menntun og mannauði sé ein mikilvægasta fjárfesting samfélagsins. Um þúsund manns hafa boðað komu sína.Dagskráin hefst klukkan 15 og stendur til klukkan 16.10. Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Allar námsmannahreyfingar á Íslandi, á framhalds- og háskólastigi, standa nú fyrir mótmælum á Austurvelli. „Við erum að hittast til þess að standa saman fyrir menntun komandi kynslóða og benda á að menntamál eru mál samfélagsins,“ segir María Rut Kristinsdóttir formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands en hún er ein þeirra sem stendur fyrir fundinum. Samstöðufundurinn er haldinn til þess að vekja athygli á bágum kjörum stúdenta. „Við erum að mótmæla þeim kjaraskerðingum sem eru yfirvofandi. Á morgun hittist stjórn LÍN þar sem örlög námsmanna verða ráðin. Það er búinn að vera niðurskurður í sex ár og það eru sex árum of mikið.“ Fulltrúi Stúdentahreyfingarinnar mun funda með LÍN á morgun en María segir nemendur ítrekað reynt að koma skilaboðum á framfæri til stjórnar LÍN. Kröfur Stúdentahreyfingarinnar eru meðal annars þær að frítekjumörk sem nú eru verði hækkuð í að minnsta kosti 940 þúsund krónur, en þau hafa ekki hækkað síðan árið 2009. „Þetta sýnir að námsmenn hafa tekið á sig gríðarlegar launaskerðingar síðustu ár.“Frá Austurvelli í dag.Mynd/Óttar VölundarsonEinnig er krafa gerð um hækkun á grunnframfærslu, sem nú eru 144 þúsund krónur á mánuði og ekki í takt við neysluviðmið. Þá er gerð krafa um að námsvindukröfur LÍN verði afturkallaðar, en til stendur að hækka einingarnar úr 18 í 22. „Þetta fer þvert gegn því hvernig Háskóli Íslands starfar og hefur yfirstjórn HÍ sent þeim bréf þess efnis að þetta samræmist ekki kerfi skólans.“ María segir námsmenn á Íslandi ekki forréttindahóp, heldur lágstétt, sem hefur þurft að þola síendurteknar skerðingar og segir því mikilvægt að sem flestir mæti. Hún segir að fjárfesting í menntun og mannauði sé ein mikilvægasta fjárfesting samfélagsins. Um þúsund manns hafa boðað komu sína.Dagskráin hefst klukkan 15 og stendur til klukkan 16.10.
Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira