Innlent

Snjómokstursdögum fækkað á Möðrudalsöræfum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ekki er útilokað að vegirnir lokist alveg þá daga sem þó er rutt.
Ekki er útilokað að vegirnir lokist alveg þá daga sem þó er rutt.
Vegna mikils fannfergis á fjallvegum á Austurlandi er nauðsynlegt að fækka snjómokstursdögum á Fjöllum á leiðinni frá  Námaskarði austan Mývatns að Skjöldólfsstöðum sem og Vopnafjarðarheiði. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. 

Breytingin mun taka gildi frá og með föstudeginum næstkomandi, 28. febrúar.

„Á þessu svæði eru víða komin djúp snjógöng og erfitt að halda þeim opnum, kóf í göngunum mikið og skyggni slæmt ef hreyfir vind. Við hvern mokstur hleðst upp snjór við hlið vegar, göngin dýpka og því verður erfiðara að opna aftur við næsta mokstur,“ segir í tilkynningunni. 



Því sé nauðsynlegt að fækka snjómokstursdögunum tímabundið en mokað verður á þriðjudögum og föstudögum. 

Búist er við að vegum verði lokað yfir næturna og að hún standi yfir frá 19:30 til morguns. Þó er ekki útilokað að vegirnir lokist alveg þá daga sem þó er rutt.

Daglega verður farið yfir ástand veganna og ákvörðunin endurskoðuð hverju sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×