Innlent

Farið fram á tveggja og hálfs árs fangelsisdóm

Samúel Karl Ólason skrifar
Algirdas Vysnauskas á leið í dómsal.
Algirdas Vysnauskas á leið í dómsal. Vísir/Daníel
Aðalmeðferð í máli íslenska ríkisins gegn Litháanum Algirdas Vysnauskas fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í Hafnarfirði í dag. Vísir fylgdist með málflutninginum.

Vysnauskas var handtekinn í kjölfar tollskoðunar á Keflavíkurflugvelli í október síðastliðið haust. Aðspurður sagði hann að rauðvín væri í flöskunni sagði það í lagi að tollverðir opnuðu flöskuna. Á meðan tollvörður náði í tappatogara kastaði hann flöskunni í gólfið svo hún brotnaði og innihaldið skettist um herbergið.

Saksóknari fór fram að Algirdas yrði dæmdur fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Að hann yrði dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi, eða jafnvel þriggja ára. Salsóknari sagði hann hafa verið margsaga við skýrslutökur og framburður hans væri ótrúverður.

Algirdas sagðist hafa hitt mann að nafni Tómas í líkamsræktarstöð sem sagðist ætla að koma honum í samband við mann á Íslandi sem gæti útvegað honum vinnu. Í staðinn þyrfti hann einungis að koma flöskunni til mannsins.

Þegar hann var svo hvers vegna hann braut flöskuna sagðist hann fyrst hafa snöggreiðst. Tollverðir sögðu að lyktin sem hefði komið upp þegar Algirdas braut flöskuna hafi greinilega verið rauðvínslykt. Hann mun þó ekki hafa sýnt því nein viðbrögð og setið áfram rólegur í stól sínum samkvæmt tollvörðum.

Þá lagði Isavia einnig fram bótakröfu vegna atviksins. Margsinnis var reynt að þrífa herbergið til að losna við lyktina en á endanum þurfti að rífa af veggjum og gólfi.

Verjandi Algirdas segir það hvort hann hafi haft vitneskju um hvað væri í flöskunni ekki vera aðalmálið. Að ákæran sjálf væri aðalmálið. Í henni sagði að hann væri ákærður fyrir að hafa flutt um þúsund millilítra af metafmetamínbasa til landsins.

Verjandinn sagði það ekki verk dómsins að ákveða magnið, en sýnið sem tekið var af vökvanum var 70 millilítrar og var það eina sem náðist. Þá benti verjandinn á að tollverðir hafi sagt flöskuna fulla upp í háls, en að það væri ekki næg sönnun fyrir magni.

Þá var tekist á í dómsalnum um hve sterkur amfetamínbasinn var, en ákæruvaldið sagði 71 prósent. Verjandinn benti á að efnið lá á gólfinu í allt að klukkustund og yfirgnæfandi líkur séu á því að hann hafi ekki verið 71 prósent við komuna til landsins.

Verjandinn gerði einnig út á rannsókn lögreglunnar á fullyrðingum Algirdas um atburðina erlendis og sagði enga rannsókna hafa verið gerða. Algirdas hafi verið gerður ótrúverður með einu pennastriki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×