Innlent

„Við munum standa við það að hlusta á fólkið í landinu“

Stefán Árni Pálsson skrifar

Í þættinum Ísland í dag var farið yfir þau loforð sem forystumenn Sjálfstæðisflokksins gáfu fyrir kosningar í vor. Þeir lofuðu að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði um það hvort Ísland ætti að halda áfram aðildarviðræðunum við Evrópusambandið.

„Við höfum á þessum kjörtímabili margoft lagt til að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um umdeild mál og í Evrópusambandsmálinu munum við standa við það sem við höfum ályktað um. Þjóðaratkvæðagreiðsla gæti farið fram á fyrri hluta þessara kjörtímabils,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í viðtali á Stöð 2 þann 23. mars 2013 og benti einnig á að hún gæti farið fram í tengslum við sveitarstjórnarkosningarnar í vor.

Bjarni sagði einnig: „Við munum standa við það að hlusta á fólkið í landinu.“

„Ég hef verið mjög opinn með tímasetningu á þessari þjóðaratkvæðagreiðslu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, í apríl á þessu ári á Stöð 2.

„Eins og formaður Sjálfstæðisflokksins hefur lýst yfir þá telur hann að við eigum að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu á fyrri hluta þessara kjörtímabils,“ sagði Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, á Stöð 2 í apríl.

Hér að ofan má sjá innslagið í heild sinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.