Sport

Íþróttafréttamaður styður Michael Sam í hjartnæmri ræðu

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Íþróttafréttamaðurinn Dale Hansen hefur vakið athygli fyrir umfjöllun sína um Michael Sam, unga Bandaríkjamanninn sem stefnir í að verði fyrsti opinberlega samkynhneigði maðurinn í NFL-deildinni í amerískum fótbolta.

Ferli Sams í háskólaboltanum er lokið og er hann meðal þeirra leikmanna sem NFL-liðin koma til með að berjast um í nýliðavalinu 8. maí. Hann opinberaði kynhneigð sína fyrir liðsfélögum sínum í liði Missouri-háskóla í fyrra og fái hann samning verður hann fyrsti opinberlega samkynhneigði leikmaður í sögu deildarinnar.

Hansen er íþróttafréttamaður hjá fréttastofu ABC í Dallas, en Texasríki verður seint þekkt fyrir frjálslyndi í málefnum á borð við samkynhneigð. En ummæli Hansens koma skemmtilega á óvart og sjá má ræðu hans í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Faðir Sam vill helst ekki hafa homma í NFL-deildinni

Ruðningskappinn Michael Sam hefur fengið mikinn stuðning víða að síðan hann greindi frá því að hann væri samkynhneigður. Hann er þó ekki að fá mikinn stuðning frá föður sínum, Michael Sam eldri.

Yfirmaður NFL-deildarinnar hrósar Michael Sam

Það er mikið rætt og ritað þessa dagana um hinn samkynhneigða Michael Sam en hann verður væntanlega fyrsti maðurinn í NFL-deildinni sem er kominn út úr skápnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×