Sport

Yfirmaður NFL-deildarinnar hrósar Michael Sam

Michael Sam.
Michael Sam. vísir/getty
Það er mikið rætt og ritað þessa dagana um hinn samkynhneigða Michael Sam en hann verður væntanlega fyrsti maðurinn í NFL-deildinni sem er kominn út úr skápnum.

Sam fer í nýliðaval deildarinnar í maí en aldrei áður hefur leikmaður í deildinni lýst því yfir að hann væri samkynhneigður á meðan hann spilaði þar.

Yfirmaður NFL-deildarinnar, Roger Goodell, er ánægður með Sam.

"Gott hjá honum. Hann er stoltur af því hver hann er og hafði hugrekki til þess að segja frá því. Samkvæmt okkar reglum sitja allir við sama borð og skiptir kynhneigð þar engu máli. Við munum sjá til þess að allir skilji það. Við trúum á fjölbreytileika og þetta er okkar tækifæri til þess að sanna það," sagði Goodell en hann á samkynhneigðan bróður.

NFL

Tengdar fréttir

Faðir Sam vill helst ekki hafa homma í NFL-deildinni

Ruðningskappinn Michael Sam hefur fengið mikinn stuðning víða að síðan hann greindi frá því að hann væri samkynhneigður. Hann er þó ekki að fá mikinn stuðning frá föður sínum, Michael Sam eldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×