Innlent

Gunnar Axel leiðir listann í Hafnarfirði

Bjarki Ármannsson skrifar
Flokksval Samfylkingar í Hafnarfirði fór fram í dag.
Flokksval Samfylkingar í Hafnarfirði fór fram í dag. Vísir/Stefán
Gunnar Axel Axelsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, mun leiða listann í næstu bæjarstjórnarkosningum. 

Þetta kom í ljós seint í kvöld þegar lokatölur lágu fyrir úr flokksvali. Gunnar Axel hlaut samtals 400 atkvæði í 1. sæti. Í öðru sæti lenti Margrét Gauja Magnúsdóttir bæjarfulltrúi með 354 atkvæði í 1.-2. sæti og þriðja sætið hlaut Adda María Jóhannsdóttir framhaldsskólakennari með 402 atkvæði í 1.-3. sæti.

Alls voru fjórtán í framboði. Samkvæmt tilkynningu frá kjörnefnd greiddu alls 903 atkvæði sem gerir um 33% kjörsókn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×