Fótbolti

Ljótt mark en það telur eins og hin | Myndband

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hólmbert fagnar marki með Fram síðastliðið sumar.
Hólmbert fagnar marki með Fram síðastliðið sumar. Vísir/Daníel
Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði eitt mark og lagið upp annað þegar 20 ára lið Celtic lagði Partick Thistle í æfingaleik í gær.

Hólmbert kom Celtic á bragðið snemma leiks með skoti af stuttu færi. Markvörður gestanna hafði hönd á bolta sem slefaði yfir línuna.

Liðsfélagar Hólmberts sáu um markaskorun í marki númer tvö og þrjú áður en Framarinn og HK-maðurinn uppaldi tók til sinna ráða undir lokin. Þá slapp Hólmbert einn inn fyrir en lagði boltann á liðsfélaga í betra færi sem skoraði.

Hólmbert á enn eftir að leika sinn fyrsta með aðalliði Celtic sem er óstöðvandi í skoska boltanum.

Mark og stoðsendingu Hólmberts má sjá í myndbandinu hér að neðan.

Celtic 4 - 0 Partick Thistle (u20) from John on Vimeo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×